„Þau eru bara fyrir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 21:41 Þórhildur er samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir/Samsett Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09