Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Aron Guðmundsson skrifar 25. janúar 2025 13:32 Þeir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmenn Íslands í handbolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Íslands gegn Króatíu á HM í handbolta í hlaðvarpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik íslenska liðsins. Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni