Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 25. janúar 2025 13:32 Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun