Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar 27. janúar 2025 10:02 Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun