Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 20:30 Robert Kennedy yngri mun mæta á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkaþings á morgun. Frænka hans hefur hvatt þingmenn til að gera hann ekki að heilbrigðisráðherra. EPA/WILL OLIVER Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. Þetta stendur í bréfi sem Caroline Kennedy sendi þingmönnum í aðdraganda þess að tilnefning frænda hennar verður tekin fyrir á þingi seinna í vikunni. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir efasemdum um hæfi Roberts Kennedy yngri í embætti heilbrigðisráðherra og fleiri hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir bréfið en í því skrifar Caroline Kennedy að hún og Robert F. Kennedy yngri hafi alist upp saman og því þekki hún hann vel. Caroline Kennedy vandar frænda sínum ekki kveðjurnar.Getty/Martin Ollman „Það kemur ekki á óvart að hann haldi ránfugla sem gæludýr því hann er sjálfur rándýr,“ skrifar hún. Caroline heldur því einnig fram að Robert hafi leitt aðra úr Kennedyfjölskyldunni í fíkn. Hann hafi boðið fólki upp á fíkniefni í gegnum árin og sýnt fólki hvernig hann setti unga og mýs í blandara til að fæða hauka sem hann hélt sem gæludýr. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Caroline hrósaði frænda sínum fyrir að koma sér upp úr veikindum en sagði aðra ættingja sem hafi fylgt honum í fíkn ekki hafa náð sama árangri og þeir hafi jafnvel dáið, á meðan Robert hafi haldið áfram og logið og svindlað sig í gegnum lífið. Þá skrifaði hún einnig að Robert væri hræsnari þegar kæmi að bóluefnum. Hann hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja börn sín ekki, þó hann hafi sjálfur látið bólusetja sín eigin börn. Fyrsti fundurinn á morgun Kennedy mun mæta fyrir tvær nefndir öldungadeildarinnar í þessari viku, eftir nokkrar tafir. Fyrri fundurinn fer fram á morgun en hann stendur frammi fyrir nokkurri mótspyrnu og að virðist einnig innan Repúblikanaflokksins. Hvort sú mótspyrna muni þó skila atkvæðum gegn tilnefningu hans verður að koma í ljós en Repúblikanar hafa ekki sýnt mikinn vilja til að standa gegn Trump þegar kemur að tilnefningum hans. Í gegnum árin hefur hann ítrekað dreift samsæriskenningum og ósannindum um ýmsa hluti eins og meinta skaðsemi bóluefna, það að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum Bandaríkjanna. Eins og það er orðað í frétt NPR hefur Robert F. Kennedy yngri safnað miklum auð á því að segja ósatt um vísindamenn og stofnanir sem hann á nú að leiða. Miðillinn bendir einnig á að hann stendur í málaferlum vegna bóluefna, sem hann gæti mögulega hagnast á, á sama tíma og hann á stýra málefnum bóluefna og lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þetta stendur í bréfi sem Caroline Kennedy sendi þingmönnum í aðdraganda þess að tilnefning frænda hennar verður tekin fyrir á þingi seinna í vikunni. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir efasemdum um hæfi Roberts Kennedy yngri í embætti heilbrigðisráðherra og fleiri hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir bréfið en í því skrifar Caroline Kennedy að hún og Robert F. Kennedy yngri hafi alist upp saman og því þekki hún hann vel. Caroline Kennedy vandar frænda sínum ekki kveðjurnar.Getty/Martin Ollman „Það kemur ekki á óvart að hann haldi ránfugla sem gæludýr því hann er sjálfur rándýr,“ skrifar hún. Caroline heldur því einnig fram að Robert hafi leitt aðra úr Kennedyfjölskyldunni í fíkn. Hann hafi boðið fólki upp á fíkniefni í gegnum árin og sýnt fólki hvernig hann setti unga og mýs í blandara til að fæða hauka sem hann hélt sem gæludýr. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Caroline hrósaði frænda sínum fyrir að koma sér upp úr veikindum en sagði aðra ættingja sem hafi fylgt honum í fíkn ekki hafa náð sama árangri og þeir hafi jafnvel dáið, á meðan Robert hafi haldið áfram og logið og svindlað sig í gegnum lífið. Þá skrifaði hún einnig að Robert væri hræsnari þegar kæmi að bóluefnum. Hann hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja börn sín ekki, þó hann hafi sjálfur látið bólusetja sín eigin börn. Fyrsti fundurinn á morgun Kennedy mun mæta fyrir tvær nefndir öldungadeildarinnar í þessari viku, eftir nokkrar tafir. Fyrri fundurinn fer fram á morgun en hann stendur frammi fyrir nokkurri mótspyrnu og að virðist einnig innan Repúblikanaflokksins. Hvort sú mótspyrna muni þó skila atkvæðum gegn tilnefningu hans verður að koma í ljós en Repúblikanar hafa ekki sýnt mikinn vilja til að standa gegn Trump þegar kemur að tilnefningum hans. Í gegnum árin hefur hann ítrekað dreift samsæriskenningum og ósannindum um ýmsa hluti eins og meinta skaðsemi bóluefna, það að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum Bandaríkjanna. Eins og það er orðað í frétt NPR hefur Robert F. Kennedy yngri safnað miklum auð á því að segja ósatt um vísindamenn og stofnanir sem hann á nú að leiða. Miðillinn bendir einnig á að hann stendur í málaferlum vegna bóluefna, sem hann gæti mögulega hagnast á, á sama tíma og hann á stýra málefnum bóluefna og lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59