Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar 29. janúar 2025 14:30 „Hvers vegna í ósköpunum ert þú svona hlynntur því að við göngum í þetta samband?“ Ég var spurður þessarar spurningar ekki alls fyrir löngu af góðum kunningja sem furðaði sig á þeirri afstöðu minni að við Íslendingar ættum að ganga í Evrópusambandið. Reyndar bætti hann við áður, en ég gat svarað, hvort ég væri svona mikið barn að ég sæi það ekki að þetta samband væri ein rjúkandi rúst og aðeins tímaspursmál hvenær það liðaðist í sundur. Hann hvessti á mig augun eins og hann vildi bæta við spurningunni um það hverskonar hálfviti ég væri. Að fá svona spurningu frá manni sem hertist alltaf í andstöðu sinni við Evrópusambandið þess meira sem hann talaði um það, var ekki til þess að út úr því kæmu neinar vitrænar samræður. Enda fór það svo þegar ég ætlaði að reyna svara þessari spurningu, flæddu frá honum fleiri spurningar. Greinilegt var að þær voru ekki settar fram í því augnamiði að fá svör, heldur til þess að sýna fram á hverskonar auli ég væri. „Sérðu ekki að það er allt að hrynja í þessu Evrópusambandi?“ „Veistu ekki að það er búið að svifta þessar þjóðir sem þarna eru innanborðs sjálfstæði.“ „Viltu virkilega að við fáum þrjátíu til fjörutíu prósent atvinnuleysi á Íslandi.“ Í stuttu máli þá fóru þessar umræður um kosti og galla á því hvort Ísland væri betur eða ver sett með því að ganga í þetta samband eða spurninguna sem þessi ágæti maður varpaði til mín í upphafi til þess að ég lagðist í djúpar pælingar um það hvers vegna ég gerðist talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þegar ég heyrði fyrst af þessu ríkjasambandi og ástæðuna fyrir því að þau voru stofnuð, þá varð ég strax mjög hlynntur þeirri hugsjón sem þar lá að baki. Kannski var ástæðan sú að hér fyrr á árum hafði ég töluvert lagt mig eftir því að lesa um síðustu heimstyrjöld og allan þann viðbjóð sem henni fylgdi. Sá mannlegi harmleikur sem þar átti sér stað er nær ólýsanlegur og nægir að nefna helförina í því sambandi þar sem milljónir manna voru kerfisbundið teknar af lífi. Einnig er hægt að tína til þúsundir af einstökum hryllingssögum sem áttu sér stað á meðan stríðið geisaði. Sögur eins og um gyðingafjölskylduna sem reyndi að fela sig fyrir SS sveitum nasista í einhverjum húsarústum þar sem faðirinn hélt á kornabarni sínu í fanginu. Á ögurstundu brast barnið í grát og í trylltri örvæntingu reyndi faðirinn að kæfa grátinn með þeim afleiðingum að barnið kafnaði í fangi hans. Þetta er bara ein saga af þúsundum sem til eru af þeim mannlega harmleik sem áttu sér stað í seinni heimstyrjöldinni. Á Íslandi hafa umræður um aðild að Evrópusambandinu ekki snúist um þetta. Oftar hafa heyrst þær raddir að við myndum missa sjálfstæðið, eða, að við hefðum ekki fjárhagslegan gróða af því að vera fullgildir aðilar í sambandinu. Það hefur lítið farið fyrir umræðum um friðarhugsjónina eða þeirri staðreynd að friður hafi haldist í Evrópu frá lokum heimstyrjaldar. Þá er ég að tala um meðal þeirra þjóða sem mynda sambandið. Og mín skoðun er sú að þessi valdainnrás Rússa á Úkraínu hefði fullkomlega gengið upp ef samstaða Evrópuþjóða hefði ekki verið svona sterk. Og ég hef jafnvel trú á því að þessi klikkhaus þarna í Rússlandi sé með plan um hvaða land hann gæti tekið næst eftir að hafa sölsað undir sig Úkraínu. Það er þessi mikilsverði þáttur sem ég tel að sé sterkasta ástæðan fyrir því að Evrópusambandið varð til. Ég hef jafnvel fengið þau viðbrögð þegar ég hef minnst á þetta að ég sé barnalegur og okkur komi þetta ekki við, vegna þess að við Íslendingar höfum ekki átt í stríði við aðrar þjóðir. En og aftur heyrir maður þau viðhorf að við Íslendingar séum svo sérstakir að okkur komi ekki umheimurinn við. Nema auðvita þegar við getum grætt á honum. Kannski trúir stór hluti fólks hér á landi að við höfum lagt til okkar skerf með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða beina ljósgeisla til himins út í Viðey. Því miður hef ég ekki trú á að það bera árangur þótt kannski ég eigi ekki að gera lítið úr því, en mér finnst það þurfi eitthvað meira til að stuðla að friði í Evrópu. Nú held ég að það hafi ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hafa á þessum málum skrif manna á þessum vettvangi sem eru á móti Evrópusambandinu. Þar ber hæst á pistlum sem Hjörtur J Guðmundsson skrifar reglulega hérna á Vísir þar sem hann varar sterklega við að við Íslendingar göngum alla leið inn í sambandið. Í mínum huga velkist ég ekki í vafa um að þessi ágæti maður sé launaður af græðgisöflum í Íslensku samfélagi sem sjái hag sínum best borgið með því að njóta alls þess besta sem EES samningurinn hefur upp á að bjóða. Á sama tíma eru þeir skíthræddir við að missa spón úr aski sínum við að ganga alla leið inn í sambandið eða að missa allt þetta góða sem EES samningurinn hefur fært þeim. Ég er auðvita að tala um útgerðarfélöginn eða sömu aðila og eyða hundruðum milljóna í að halda Morgunblaðinu úti með sinn áróður ár eftir ár. Það furðulega er að þeir virðast geta keypt leigupenna sem getur flaggað ótal lærðum titlum um Evrópusambandið þar sem hann sér ekkert nema dauða og djöful. Þetta er ekki ósvipað og einhver sem færi að læra stjórnmálafræði hjá Hannesi Hólmsteini til þess að auka víðsýni sína á stjórnmálum en kæmi svo út vel marineraður sem gegn heill Sjálfstæðismaður. Eða útskrifaður veðurfræðingur sem héldi því einarðlega fram að það væri alltaf slagveðursrigning á Selfossi vegna þess að honum væri persónulega illa við þann stað. Reyndar er til veðurfræðingur sem heitir Haraldur Ólafsson sem ég veit ekki betur sé bara ágætis veðurfræðingur en engan vegin hægt að taka mark á þegar hann talar um Evrópusambandið í nafni Heimsýnar, en það er önnur saga. Þessar hugleiðingar vöknuðu þegar þess var minnst að áttatíu ár eru liðinn frá seinni heimstyrjöld. Á sama tíma sér maður þennan viðbjóðslega hugsunarhátt læðast um allan hinn vestræna heim sem er hægri öfgahyggja þar sem fólk er flokkað sem æskilegt og óæskilegt eins og þeir gerðu í helförinni. Þar fremstur í flokki fer eitthvert furðufyrirbæri sem kosin var forseti Bandaríkjanna á dögunum og sumir halda ekki vatni yfir af hrifningu. Það jafnvel er svo nálægt manni að maður þekkir persónulega fólk sem er í þessum aðdáendaklúbbi og merkir sjálfan sig með tilheyrandi höfuðfati. Fyrir mér finnst mér það vera segja. Ég fæddist heimskur og er heimskur og ég mun vera heimskur til dauðadags. En ég er ekki í vafa um að þetta sama fólk álítur það sama um mig og ég sé eins og barn sem skilji ekki heiminn. Reyndar hef ég grun um að fólk á Íslandi sem haldið er þessari hugmyndafræði lesi ekki svona skrif eða sé jafnvel í þeim hópi sem getur ekki lesið sér til gagns, en það er önnur saga. Stundum hefur sú spurning vaknað eftir hryllinginn í Þýskalandi í síðustu heimstyrjöld því í ósköpunum gott fólk þar í landi hafi leift þessu að gerast, því auðvita er fullt af góðu fólki þar eins og allstaðar annars staðar. Ég hef ekki svar við því nema kannski að það sé svona svipað og er að gerast núna vegna þess að gott fólk sem hefur í hjarta sínu megnustu fyrirlitningu þessari hugmyndafræði lætur það ekki í ljós. Ég ætla svo sannarlega ekki að fylla þann hóp þótt ég eigi það á hættu að vera álitin heimskur krakki, því mér er bara alveg skítsama. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Hvers vegna í ósköpunum ert þú svona hlynntur því að við göngum í þetta samband?“ Ég var spurður þessarar spurningar ekki alls fyrir löngu af góðum kunningja sem furðaði sig á þeirri afstöðu minni að við Íslendingar ættum að ganga í Evrópusambandið. Reyndar bætti hann við áður, en ég gat svarað, hvort ég væri svona mikið barn að ég sæi það ekki að þetta samband væri ein rjúkandi rúst og aðeins tímaspursmál hvenær það liðaðist í sundur. Hann hvessti á mig augun eins og hann vildi bæta við spurningunni um það hverskonar hálfviti ég væri. Að fá svona spurningu frá manni sem hertist alltaf í andstöðu sinni við Evrópusambandið þess meira sem hann talaði um það, var ekki til þess að út úr því kæmu neinar vitrænar samræður. Enda fór það svo þegar ég ætlaði að reyna svara þessari spurningu, flæddu frá honum fleiri spurningar. Greinilegt var að þær voru ekki settar fram í því augnamiði að fá svör, heldur til þess að sýna fram á hverskonar auli ég væri. „Sérðu ekki að það er allt að hrynja í þessu Evrópusambandi?“ „Veistu ekki að það er búið að svifta þessar þjóðir sem þarna eru innanborðs sjálfstæði.“ „Viltu virkilega að við fáum þrjátíu til fjörutíu prósent atvinnuleysi á Íslandi.“ Í stuttu máli þá fóru þessar umræður um kosti og galla á því hvort Ísland væri betur eða ver sett með því að ganga í þetta samband eða spurninguna sem þessi ágæti maður varpaði til mín í upphafi til þess að ég lagðist í djúpar pælingar um það hvers vegna ég gerðist talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þegar ég heyrði fyrst af þessu ríkjasambandi og ástæðuna fyrir því að þau voru stofnuð, þá varð ég strax mjög hlynntur þeirri hugsjón sem þar lá að baki. Kannski var ástæðan sú að hér fyrr á árum hafði ég töluvert lagt mig eftir því að lesa um síðustu heimstyrjöld og allan þann viðbjóð sem henni fylgdi. Sá mannlegi harmleikur sem þar átti sér stað er nær ólýsanlegur og nægir að nefna helförina í því sambandi þar sem milljónir manna voru kerfisbundið teknar af lífi. Einnig er hægt að tína til þúsundir af einstökum hryllingssögum sem áttu sér stað á meðan stríðið geisaði. Sögur eins og um gyðingafjölskylduna sem reyndi að fela sig fyrir SS sveitum nasista í einhverjum húsarústum þar sem faðirinn hélt á kornabarni sínu í fanginu. Á ögurstundu brast barnið í grát og í trylltri örvæntingu reyndi faðirinn að kæfa grátinn með þeim afleiðingum að barnið kafnaði í fangi hans. Þetta er bara ein saga af þúsundum sem til eru af þeim mannlega harmleik sem áttu sér stað í seinni heimstyrjöldinni. Á Íslandi hafa umræður um aðild að Evrópusambandinu ekki snúist um þetta. Oftar hafa heyrst þær raddir að við myndum missa sjálfstæðið, eða, að við hefðum ekki fjárhagslegan gróða af því að vera fullgildir aðilar í sambandinu. Það hefur lítið farið fyrir umræðum um friðarhugsjónina eða þeirri staðreynd að friður hafi haldist í Evrópu frá lokum heimstyrjaldar. Þá er ég að tala um meðal þeirra þjóða sem mynda sambandið. Og mín skoðun er sú að þessi valdainnrás Rússa á Úkraínu hefði fullkomlega gengið upp ef samstaða Evrópuþjóða hefði ekki verið svona sterk. Og ég hef jafnvel trú á því að þessi klikkhaus þarna í Rússlandi sé með plan um hvaða land hann gæti tekið næst eftir að hafa sölsað undir sig Úkraínu. Það er þessi mikilsverði þáttur sem ég tel að sé sterkasta ástæðan fyrir því að Evrópusambandið varð til. Ég hef jafnvel fengið þau viðbrögð þegar ég hef minnst á þetta að ég sé barnalegur og okkur komi þetta ekki við, vegna þess að við Íslendingar höfum ekki átt í stríði við aðrar þjóðir. En og aftur heyrir maður þau viðhorf að við Íslendingar séum svo sérstakir að okkur komi ekki umheimurinn við. Nema auðvita þegar við getum grætt á honum. Kannski trúir stór hluti fólks hér á landi að við höfum lagt til okkar skerf með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða beina ljósgeisla til himins út í Viðey. Því miður hef ég ekki trú á að það bera árangur þótt kannski ég eigi ekki að gera lítið úr því, en mér finnst það þurfi eitthvað meira til að stuðla að friði í Evrópu. Nú held ég að það hafi ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hafa á þessum málum skrif manna á þessum vettvangi sem eru á móti Evrópusambandinu. Þar ber hæst á pistlum sem Hjörtur J Guðmundsson skrifar reglulega hérna á Vísir þar sem hann varar sterklega við að við Íslendingar göngum alla leið inn í sambandið. Í mínum huga velkist ég ekki í vafa um að þessi ágæti maður sé launaður af græðgisöflum í Íslensku samfélagi sem sjái hag sínum best borgið með því að njóta alls þess besta sem EES samningurinn hefur upp á að bjóða. Á sama tíma eru þeir skíthræddir við að missa spón úr aski sínum við að ganga alla leið inn í sambandið eða að missa allt þetta góða sem EES samningurinn hefur fært þeim. Ég er auðvita að tala um útgerðarfélöginn eða sömu aðila og eyða hundruðum milljóna í að halda Morgunblaðinu úti með sinn áróður ár eftir ár. Það furðulega er að þeir virðast geta keypt leigupenna sem getur flaggað ótal lærðum titlum um Evrópusambandið þar sem hann sér ekkert nema dauða og djöful. Þetta er ekki ósvipað og einhver sem færi að læra stjórnmálafræði hjá Hannesi Hólmsteini til þess að auka víðsýni sína á stjórnmálum en kæmi svo út vel marineraður sem gegn heill Sjálfstæðismaður. Eða útskrifaður veðurfræðingur sem héldi því einarðlega fram að það væri alltaf slagveðursrigning á Selfossi vegna þess að honum væri persónulega illa við þann stað. Reyndar er til veðurfræðingur sem heitir Haraldur Ólafsson sem ég veit ekki betur sé bara ágætis veðurfræðingur en engan vegin hægt að taka mark á þegar hann talar um Evrópusambandið í nafni Heimsýnar, en það er önnur saga. Þessar hugleiðingar vöknuðu þegar þess var minnst að áttatíu ár eru liðinn frá seinni heimstyrjöld. Á sama tíma sér maður þennan viðbjóðslega hugsunarhátt læðast um allan hinn vestræna heim sem er hægri öfgahyggja þar sem fólk er flokkað sem æskilegt og óæskilegt eins og þeir gerðu í helförinni. Þar fremstur í flokki fer eitthvert furðufyrirbæri sem kosin var forseti Bandaríkjanna á dögunum og sumir halda ekki vatni yfir af hrifningu. Það jafnvel er svo nálægt manni að maður þekkir persónulega fólk sem er í þessum aðdáendaklúbbi og merkir sjálfan sig með tilheyrandi höfuðfati. Fyrir mér finnst mér það vera segja. Ég fæddist heimskur og er heimskur og ég mun vera heimskur til dauðadags. En ég er ekki í vafa um að þetta sama fólk álítur það sama um mig og ég sé eins og barn sem skilji ekki heiminn. Reyndar hef ég grun um að fólk á Íslandi sem haldið er þessari hugmyndafræði lesi ekki svona skrif eða sé jafnvel í þeim hópi sem getur ekki lesið sér til gagns, en það er önnur saga. Stundum hefur sú spurning vaknað eftir hryllinginn í Þýskalandi í síðustu heimstyrjöld því í ósköpunum gott fólk þar í landi hafi leift þessu að gerast, því auðvita er fullt af góðu fólki þar eins og allstaðar annars staðar. Ég hef ekki svar við því nema kannski að það sé svona svipað og er að gerast núna vegna þess að gott fólk sem hefur í hjarta sínu megnustu fyrirlitningu þessari hugmyndafræði lætur það ekki í ljós. Ég ætla svo sannarlega ekki að fylla þann hóp þótt ég eigi það á hættu að vera álitin heimskur krakki, því mér er bara alveg skítsama. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri á eftirlaunum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun