Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar 29. janúar 2025 15:02 Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun