Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2025 22:29 Það þarf að bræða snjóinn á styttunni svo hún verði glær og fín. Vísir/Einar Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr. „Þessar blokkir sem eru kannski 120 til 150 kíló eftir þykkt. Ég tek blokkina og hegg styttuna. Ég get geymt hana í kælinum í einhverjar vikur eða mánuði. Þannig ég get unnið mig fram í tímann. Þetta er sveigjanlegur vinnutími,“ segir Ottó. Þetta hlýtur að vera mikil vinna sem fer í eina svona styttu? „Já, sérstaklega flóknari styttur. Smáatriði og annað.“ Ottó Magnússon rekur Reykjavík Ice.Vísir/Einar Þetta er einmitt mikil nákvæmnisvinna og fari eitthvað úrskeiðis getur verið erfitt að lagfæra mistökin. „Þú ert með teikningar, þetta er kannski eins og að gera tattú. Erfiðasta við þetta er að ná þrívíddinni. Þetta lítur vel út einu megin en svo er það allt öðruvísi hinum megin. Það fannst mér erfiðast, að ná þrívíddinni,“ segir Ottó. Stytturnar eru afar fallegar.Vísir/Einar Pantanirnar sem hann fær eru jafn mismunandi og þær eru margar. Ottó á sína eftirminnilegustu styttu. „Við vorum í Bandaríkjunum 2017 og kepptum á heimsmeistaramótinu. Þá gerðum við Sólfarið í næstum því fullri stærð. Við vorum fjórir í sex daga að því og fengum brons,“ segir Ottó. Þetta er dýrt sport og það þarf að eiga réttu græjurnar og tólin. „Einn góður vinur minn sem verslar dálítið af mér segir oft: „Þú getur nú ekki rukkað mikið fyrir þetta, þetta er bara vatn“,“ segir Ottó og hlær. Tíska og hönnun Styttur og útilistaverk Reykjavík Handverk Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Þessar blokkir sem eru kannski 120 til 150 kíló eftir þykkt. Ég tek blokkina og hegg styttuna. Ég get geymt hana í kælinum í einhverjar vikur eða mánuði. Þannig ég get unnið mig fram í tímann. Þetta er sveigjanlegur vinnutími,“ segir Ottó. Þetta hlýtur að vera mikil vinna sem fer í eina svona styttu? „Já, sérstaklega flóknari styttur. Smáatriði og annað.“ Ottó Magnússon rekur Reykjavík Ice.Vísir/Einar Þetta er einmitt mikil nákvæmnisvinna og fari eitthvað úrskeiðis getur verið erfitt að lagfæra mistökin. „Þú ert með teikningar, þetta er kannski eins og að gera tattú. Erfiðasta við þetta er að ná þrívíddinni. Þetta lítur vel út einu megin en svo er það allt öðruvísi hinum megin. Það fannst mér erfiðast, að ná þrívíddinni,“ segir Ottó. Stytturnar eru afar fallegar.Vísir/Einar Pantanirnar sem hann fær eru jafn mismunandi og þær eru margar. Ottó á sína eftirminnilegustu styttu. „Við vorum í Bandaríkjunum 2017 og kepptum á heimsmeistaramótinu. Þá gerðum við Sólfarið í næstum því fullri stærð. Við vorum fjórir í sex daga að því og fengum brons,“ segir Ottó. Þetta er dýrt sport og það þarf að eiga réttu græjurnar og tólin. „Einn góður vinur minn sem verslar dálítið af mér segir oft: „Þú getur nú ekki rukkað mikið fyrir þetta, þetta er bara vatn“,“ segir Ottó og hlær.
Tíska og hönnun Styttur og útilistaverk Reykjavík Handverk Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira