Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 13:42 Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi Miðflokksins og fjármálaráðherra, brosir til herskara fjölmiðlamanna fyrir utan einn krísufunda flokksins vegna ástandsins á stjórnarheimilinu í vikunni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin er sprungin eftir að þingflokkur Miðflokksins ákvaða að slíta samstarfi við Verkamannaflokkinn í dag. Leiðtogi flokksins segist ekki vilja vilja færa Evrópusambandinu aukin völd. Stjórnarflokkarnir tveir hafa deilt um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þær strax en Miðflokkurinn hafnar nánari samvinnu við Evrópu í orkumálum. Þingflokkur Miðflokksins samþykkti samhljóða að slíta stjórnarsamstarfinu á fundi í hádeginu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi flokksins, sagði að honum loknum að það kæmi ekki til greina að tengja Noreg nánari böndum við það sem hann kallaði „vanvirkan“ raforkumarkað og orkustefnu Evrópu. Marit Arnstad, formaður þingflokks Miðflokksins, sagðist telja rétt að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, héldi áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar. Støre hefur boðað til blaðamannafundar um stjórnarslitin klukkan 14:00 að íslenskum tíma. „Við verðum staðreyndamiðaður og uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur en við viljum vera kýrskýr um að við viljum breytingar á rafmagns- og orkustefnunni,“ sagði Arnstad. Vedum boðaði að Miðflokkurinn ætlaði að reyna að mynda meirihluta á þingi um nýja raforkustefnu á þeim fimm nánuðum sem eru eftir af þessu þingi. Kjósa á til þings í Noregi í september. Raforkuverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi upp á síðkastið og báðir stjórnarflokkar hafa lýst áhuga á að hætta útflutningi á rafmagni til Danmerkur til þess að reyna að snúa þeirri þróun við. Noregur Orkumál Evrópusambandið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Stjórnarflokkarnir tveir hafa deilt um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þær strax en Miðflokkurinn hafnar nánari samvinnu við Evrópu í orkumálum. Þingflokkur Miðflokksins samþykkti samhljóða að slíta stjórnarsamstarfinu á fundi í hádeginu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi flokksins, sagði að honum loknum að það kæmi ekki til greina að tengja Noreg nánari böndum við það sem hann kallaði „vanvirkan“ raforkumarkað og orkustefnu Evrópu. Marit Arnstad, formaður þingflokks Miðflokksins, sagðist telja rétt að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, héldi áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar. Støre hefur boðað til blaðamannafundar um stjórnarslitin klukkan 14:00 að íslenskum tíma. „Við verðum staðreyndamiðaður og uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur en við viljum vera kýrskýr um að við viljum breytingar á rafmagns- og orkustefnunni,“ sagði Arnstad. Vedum boðaði að Miðflokkurinn ætlaði að reyna að mynda meirihluta á þingi um nýja raforkustefnu á þeim fimm nánuðum sem eru eftir af þessu þingi. Kjósa á til þings í Noregi í september. Raforkuverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi upp á síðkastið og báðir stjórnarflokkar hafa lýst áhuga á að hætta útflutningi á rafmagni til Danmerkur til þess að reyna að snúa þeirri þróun við.
Noregur Orkumál Evrópusambandið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira