Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 14:35 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, fagnar niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39