Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 14:35 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, fagnar niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39