Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 16:58 Ljóst er að þjálfarinn Brynjar Karl hefur ekki í hyggju að láta Lárus Blöndal og ÍSÍ eiga neitt inni hjá sér. vísir/Einar/Diego Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari körfuboltaliðs Aþenu, er afar ósáttur við ályktun ÍSÍ svo vægt sé til orða tekið; þess efnis að þjálfarar láti af ofbeldi í störfum sínum. Brynjar Karl óskar þess að ÍSÍ láti af níði í garð stelpnanna í liði sínu. Brynjar Karl skrifar færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann sendir ÍSÍ og þá einkum Lárusi L. Blöndal forseti ÍSÍ tóninn. En málið snýst um væringar sem Brynjar Karl og liðið hafa átt í vegna umdeildra aðferða sem Brynjar hefur verið sakaður um að ástunda. ÍSÍ hvetur þjálfara til að láta af ofbeldi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi óvænt frá sér tilkynningu í gær, eftir að Aþenustelpurnar höfðu fortakslaust hafnað því að hafa mátt sæta ofbeldi af hálfu þjálfara síns, þar sem stjórnin fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. Segir ÍSÍ stunda níð í garð Aþenu Brynjar Karl velkist ekki í vafa um hvert spjótin beinast og hann svarar af krafti fyrir sig. Hann segist hissa á því að útspil ÍSÍ hafi ekki komið fyrr. Brynjar telur afstöðu sambandsins fyrst og fremst snúast um að vernda öryggi „yfirstéttar“ meðan það ætti að gæta hagsmuna iðkenda. „Þegar ÍSÍ talar um að stemma stigu við einelti, tryggja öryggi og tryggja valdastöðu á milli aðila á uppbyggilegan hátt, hríslast um mig ónotatilfinning, því reynsla mín er allt önnur. Síðustu ár hefur ÍSÍ staðið fyrir grófri valdníðslu og oft sýnt algjört andvaraleysi gagnvart mikilvægustu hagsmunaaðilanum í hreyfingunni, sjálfum iðkendunum. Fólk er stimplað sem ofbeldisfullt án nokkurra sannanna,“ segir Brynjar Karl meðal annars í færslu sinni. Hann heldur því fram að ÍSÍ hvorki rannsaki ásakanir né gefi fólki tækifæri til að hreinsa sig af sök. Og þeir mæti aldrei á svæðið til að kynna sér málin, „í staðinn tekur ÍSÍ þátt í netníði“. Fimm punktar Brynjars Karls Það sem helst fer fyrir brjóst Brynjars Karls er hvernig ÍSÍ og Lárus Blöndal „bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu, og reyna hvað eftir annað að rýra bæði heiður þeirra og baráttu. Og þetta ætlar hann ekki að láta óátölulaust. Hann setur fram fimm punkta í þessu samhengi: „1. Tafir á stofnun Aþenu ÍSÍ reyndi að stöðva stofnun Aþenu í tæp tvö ár með lygum og þvættingi. Félagið var loks samþykkt til að starfa sömu viku og fulltrúar þess stigu fram í fjölmiðlum, í kjölfar frumsýningar Hækkum Rána. 2. Fordæming án rökstuðnings Opinber gagnrýni ÍSÍ á aðferðir mínar í Hækkum Rána var óstudd rökum. Lárus mætti með blóm handa formanni KKÍ á ársþing sem var með allt niðrum sig í METOO-málum, steig svo í pontu og kallaði eftir því að „stoppa“ mig – án þess að hafa nokkru sinni kynnt sér starf mitt eða hitt iðkendurna. 3. Afstaða til METOO-ásakana Á sama tíma og grófar METOO-ásakanir stóðu yfir hjá KKÍ, kaus ÍSÍ að líta framhjá þeim, en beindi orku sinni gegn Aþenu sem barðist af krafti gegn þeirri menningu. 4. Lygar og óhróður um Aþenu Fulltrúum frá Team Denmark var meðal annars ráðlagt að forðast að heimsækja Aþenu síðastliðið haust, sem er enn eitt dæmið um ófrægingu og hindranir sem að starfsfólk ÍSÍ hefur sett upp. 5. Fundur með Lárusi Ég óskaði eftir fundi með Lárusi 3. mars 2022 til að ræða öll þessi mál. Hann sýndi mér kurteisi í eigin persónu og baðst afsökunar, en lét það þó ekki koma fram opinberlega. Ef ÍSÍ neitar þessu, þarf að endurtaka þennan fund opinberlega.“ Krefur ÍSÍ um afsökunarbeiðni Brynjar Karl segir jafnframt að hafa beri í huga hverskyns skaða svo óábyrg umræða valdi. Að „Lárus og félagar taki svo aftur upp sömu gamlar sögusagnir og beiti einelti gegn okkur nú, jafnvel eftir að iðkendur Aþenu hafa tjáð sig skýrt, er óskiljanlegt. Á sama tíma situr ÍSÍ uppi í eigin óreiðu – sem væri vafalaust hægt að kafa dýpra í.“ Brynjar Karl lýkur þá máli sínu á því að krefjast þess að ÍSÍ hætti að setja sig í dómarasæti í eigin eineltismáli heldur setjist við sama borð og iðkendur Aþenu. „Og láti af þessu stanslausa níði. Endanlega þarf að hreinsa borðið: Taka á málinu af heilindum, biðjast afsökunar eða stíga til hliðar. Svo einfalt er það.“ Körfubolti ÍSÍ Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28. janúar 2025 23:59 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Brynjar Karl skrifar færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann sendir ÍSÍ og þá einkum Lárusi L. Blöndal forseti ÍSÍ tóninn. En málið snýst um væringar sem Brynjar Karl og liðið hafa átt í vegna umdeildra aðferða sem Brynjar hefur verið sakaður um að ástunda. ÍSÍ hvetur þjálfara til að láta af ofbeldi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi óvænt frá sér tilkynningu í gær, eftir að Aþenustelpurnar höfðu fortakslaust hafnað því að hafa mátt sæta ofbeldi af hálfu þjálfara síns, þar sem stjórnin fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. Segir ÍSÍ stunda níð í garð Aþenu Brynjar Karl velkist ekki í vafa um hvert spjótin beinast og hann svarar af krafti fyrir sig. Hann segist hissa á því að útspil ÍSÍ hafi ekki komið fyrr. Brynjar telur afstöðu sambandsins fyrst og fremst snúast um að vernda öryggi „yfirstéttar“ meðan það ætti að gæta hagsmuna iðkenda. „Þegar ÍSÍ talar um að stemma stigu við einelti, tryggja öryggi og tryggja valdastöðu á milli aðila á uppbyggilegan hátt, hríslast um mig ónotatilfinning, því reynsla mín er allt önnur. Síðustu ár hefur ÍSÍ staðið fyrir grófri valdníðslu og oft sýnt algjört andvaraleysi gagnvart mikilvægustu hagsmunaaðilanum í hreyfingunni, sjálfum iðkendunum. Fólk er stimplað sem ofbeldisfullt án nokkurra sannanna,“ segir Brynjar Karl meðal annars í færslu sinni. Hann heldur því fram að ÍSÍ hvorki rannsaki ásakanir né gefi fólki tækifæri til að hreinsa sig af sök. Og þeir mæti aldrei á svæðið til að kynna sér málin, „í staðinn tekur ÍSÍ þátt í netníði“. Fimm punktar Brynjars Karls Það sem helst fer fyrir brjóst Brynjars Karls er hvernig ÍSÍ og Lárus Blöndal „bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu, og reyna hvað eftir annað að rýra bæði heiður þeirra og baráttu. Og þetta ætlar hann ekki að láta óátölulaust. Hann setur fram fimm punkta í þessu samhengi: „1. Tafir á stofnun Aþenu ÍSÍ reyndi að stöðva stofnun Aþenu í tæp tvö ár með lygum og þvættingi. Félagið var loks samþykkt til að starfa sömu viku og fulltrúar þess stigu fram í fjölmiðlum, í kjölfar frumsýningar Hækkum Rána. 2. Fordæming án rökstuðnings Opinber gagnrýni ÍSÍ á aðferðir mínar í Hækkum Rána var óstudd rökum. Lárus mætti með blóm handa formanni KKÍ á ársþing sem var með allt niðrum sig í METOO-málum, steig svo í pontu og kallaði eftir því að „stoppa“ mig – án þess að hafa nokkru sinni kynnt sér starf mitt eða hitt iðkendurna. 3. Afstaða til METOO-ásakana Á sama tíma og grófar METOO-ásakanir stóðu yfir hjá KKÍ, kaus ÍSÍ að líta framhjá þeim, en beindi orku sinni gegn Aþenu sem barðist af krafti gegn þeirri menningu. 4. Lygar og óhróður um Aþenu Fulltrúum frá Team Denmark var meðal annars ráðlagt að forðast að heimsækja Aþenu síðastliðið haust, sem er enn eitt dæmið um ófrægingu og hindranir sem að starfsfólk ÍSÍ hefur sett upp. 5. Fundur með Lárusi Ég óskaði eftir fundi með Lárusi 3. mars 2022 til að ræða öll þessi mál. Hann sýndi mér kurteisi í eigin persónu og baðst afsökunar, en lét það þó ekki koma fram opinberlega. Ef ÍSÍ neitar þessu, þarf að endurtaka þennan fund opinberlega.“ Krefur ÍSÍ um afsökunarbeiðni Brynjar Karl segir jafnframt að hafa beri í huga hverskyns skaða svo óábyrg umræða valdi. Að „Lárus og félagar taki svo aftur upp sömu gamlar sögusagnir og beiti einelti gegn okkur nú, jafnvel eftir að iðkendur Aþenu hafa tjáð sig skýrt, er óskiljanlegt. Á sama tíma situr ÍSÍ uppi í eigin óreiðu – sem væri vafalaust hægt að kafa dýpra í.“ Brynjar Karl lýkur þá máli sínu á því að krefjast þess að ÍSÍ hætti að setja sig í dómarasæti í eigin eineltismáli heldur setjist við sama borð og iðkendur Aþenu. „Og láti af þessu stanslausa níði. Endanlega þarf að hreinsa borðið: Taka á málinu af heilindum, biðjast afsökunar eða stíga til hliðar. Svo einfalt er það.“
Körfubolti ÍSÍ Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28. janúar 2025 23:59 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
„Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28. janúar 2025 23:59