Óvenjulegt að allt landið sé undir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:13 Runólfur Þórhallsson segir mikið mæða á viðbragðsaðilum. Vísir/Arnar Halldórsson Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir eru um allt land í kvöld og á morgun og hættustig almannavarna er í gildi. Margar tilkynningar um fok- og vatnstjón hafa borist viðbragðsaðilum. Óvissa er með skólastarf í höfuðborginni. Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur. Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur.
Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira