Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 15:15 Frá þingfestingu málsins í Héraðdómi Reykjavíkur. Vísir Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57