Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka. Orðrómur þess efnis hefur gengið um og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra.
Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum fer yfir aðgerðir viðbragðsaðila á meðan rauð viðvörun var í gildi, í beinni útsendingu. Við ræðum einnig við íbúa sveitarfélaga þar sem veðrið var sem verst, til dæmis á Stöðvarfirði.
Við verðum í beinni útsendingu frá hitafundi um flugvallarmálin í Vatnsmýri en Isavia hefur verið gert að loka annarri flugbrautinni í Reykjavík fyrir laugardag.
Við heyrum í handboltakappanum Degi Gautasyni, sem óvænt er orðinn leikmaður franska stórliðsins Montpellier. Og í Íslandi í dag verður nýr fjármálaráðherra heimsóttur og fer hann um víðan völl: Hann ræðir regnbogalitað fjölskyldumynstrið, afstöðu sína til afskipta ríkisins og áhuga á bílum.