Heidelberg skoðar nú Húsavík Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 07:52 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður Heidelberg á Íslandi. Vísir/Einar Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu. Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum. Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum.
Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29
Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53
Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13