Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar 8. febrúar 2025 11:31 Bendi á grein til samlesturs, sem birt var á þessum vettvangi 27. desember sl. Innra og ytra virði greiðslumyntar Samkvæmt kenningu hagfræðingsins Karls Mengers, sem ekki hefur verið hrakin, þá leiðir rýrnun innra virðis greiðslumyntar til samsvarandi hækkunar á nafnverði allrar vöruflórunnar. Með öðrum orðum, ef verðhækkanir eru eingöngu peningatengdar breytast verðhlutföll ekki eða lítið milli vara eftir hækkunarferlið. Vísitala neysluverðs drekkur í sig allar verðbreytingar sem tengjast vörum í körfu hennar, bæði hinar áður nefndu peningatengdu vegna breytinga á innra virði greiðslumyntarinnar og einnig allar breytingar sem stafa frá atvikum óháðum peningum í umhverfi einstakra vara og vöruflokka. Samkvæmt kenningu Karls Mengers mælir vísitala neysluverðs breytingar á ytra virði greiðslumyntar. Verðgildi greiðslumyntar og ákvörðunareiginleiki hennar til verðmats ræðst af innra virði hennar. Samkvæmt þessu þarf verðgildi greiðslumyntar ekki að hafa lækkað þótt vísitala neysluverðs hafi hækkað. Þetta gerist ef einstök vara hækkar í verði vegna atvika óháðra peningum. Tökum dæmi sem við þekkjum: Þegar húsnæðisverð hækkar vegna skorts hækkar það óháð verðgildi peninga og hækkar þar með hlutfallslega miðað við aðrar vörur. Verð húsnæðis hefur hækkað að raunvirði. Við þessar aðstæður er hækkun húsnæðisverðs meiri en hækkun annarra vara að meðaltali. Að öðru óbreyttu er ennfremur er hægt að segja við þessar aðstæður að ytra virði greiðslumyntarinnar hafi lækkað en innra virðið eða verðgildi greiðslumyntarinnar á sama tíma staðið í stað. Eiginleiki greiðslumyntarinnar til verðmats hefur haldist óbreyttur. Þegar verðtryggðir lánasamningar hækka við þessar aðstæður hafa þeir hækkað að raunvirði. Raunveruleg eign hefur þá verið tekin af skuldara og færð til fjármálastofnunar. Eignaupptakan eru þær verðbætur sem samsvara gliðnun á tilteknu reikningstímabili milli ytra og innra virðis greiðslumyntarinnar. Um ólögmæti eignaupptöku í gegnum verðtryggingu Í athugasemdum við 13. og 14 gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu segir: Nefndin sem samdi frumvarpið var þeirrar skoðunar að opinberar reglur um verðtryggingu fjárskuldbindinga þjónuðu fyrst og fremst þeim tilgangi að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og hún er venjulega mæld, þ.e. sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu. Í þessum texta þar sem tilgangi verðtryggingarinnar er lýst er hagfræðileg misvísun. Tilgangurinn er augljóslega sá að verja sparifé og lánsfé fyrir rýrnun. Rýrnun í þessu samhengi getur aldrei verið tengd öðru en rýrnun gjaldmiðilsins, þ.e. krónunnar, þ.e. innra virði hennar. Ekkert annað í þessu samhengi rýrnar við verðbólgu annað en verðgildi krónunnar, þ.e. eiginleiki krónunnar til verðmats á vinnusvæði sínu. Síðan er mælt fyrir um að rýrnunin sé mæld sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu og er þar átt við vísitölu neysluverðs. Þessi fyrirmæli ganga gegn tilganginum á löngum tímabilum, þegar raunbreytingar á verði vara eða vöruflokka hafa merkjanleg áhrif á hina mældu meðaltalsbreytingu, því þá þegar hættir slík meðatalsbreyting að vera marktæk nálgun fyrir rýrnun greiðslumyntar með vísun til kenningar Karls Mengers um innra og ytra virð greiðslumyntar. Athyglisvert er einnig að skoða Ólafslög í þessu samhengi, þ.e. lögin sem innleiddu verðtryggingu á Íslandi. Ólafslög varpa eiginlega enn skýrara ljósi á tilganginn með innleiðingu verðtryggingar, en í umsögn með 32 gr. laganna stendur: Hin öra verðbólguþróun hérlendis að undanförnu hefur eðlilega leitt til þess, að leitað er leiða til þess að leiðrétta skekkju af völdum verðbólgunnar á ýmsum sviðum efnahagslífsins. En tilfærsla eigna frá þeim, sem lána peninga með vöxtum, sem liggja undir hraða verðbólgunnar, til hinna, sem skulda á vöxtum undir verðbreytingum, er ef til vill einn alvarlegasti fylgikvilli verðbólgunnar. Auk eignatilfærslu fylgir því ástandi, sem hér hefur ríkt, óhófleg eftirspurn eftir lánsfé og jafnframt brenglar verðbólga mat á framtíðargildi fjárfestingar, þegar raunverulegur vaxtakostnaður kemur ekki fram í lánskjörum. Þessi texti er mjög skýr um það að lögunum sé ætlað að koma í veg fyrir eignatilfærslur sem voru óhjákvæmilegar þegar verðbólgan var jafnan mun hærri en óverðtryggðir vextir lána. Rétt er að ef leiðrétt er fyrir rýrnun krónunnar, þ.e. breyttum eiginleika hennar til verðmats, þá eru skuldarar og lánveitendur jafnsettir. Með öðrum orðum kemur leiðrétting fyrir rýrnun krónunnar í veg fyrir eignatilfærslur. Slík leiðrétting er eina leiðréttingin sem ekki gengur í berhögg við eignaréttinn, sem varinn er í stjórnarskrá. Með því að löggjafinn tilgreinir vísitölu neysluverðs til ákvörðunar á leiðréttingum verðtryggðra lánasamninga er gengið gegn tilgangi laganna því vísitala neysluverðs er ekki öruggur/góður mælikvarði á rýrnun krónunnar. Réttara sagt þá mælir vísitala neysluverðs rýrnun krónunnar þokkalega á einhverjum tímabilum, en afleitlega á öðrum. Fer það allt eftir því hvað raunbreytingar á verði einstakra vara eða vöruflokka er stórt hlutfall verðlagsbreytinganna. Notkun vísitölu neysluverðs sem mælikvarða á rýrnun krónunnar í verðtryggðum samningum hefur tilhneigingu til að yfirfæra eignir frá skuldara til lánveitanda vegna verðbóla á markaði óháðum verðgildi krónunnar. Hækkun vísitölunnar er þannig oft meiri á löngum tímabilum en rýrnun krónunnar gefur tilefni til. Af þessu leiðir að við vissar aðstæður þvinga lögin um verðtryggingu fram óumsamdar eignatilfærslur frá skuldurum til lánveitenda á skjön við tilgang þeirra sömu laga. Slíkar tilfærslur stangast einnig á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, eins og áður segir og því er notkun vísitölu neysluverðs sem viðmið fyrir lögskipti í verðtryggðum lánasamningum ólögleg, þótt lögin um verðtryggingu séu skýr um að hana eigi að nota. Þetta er hin lagalega misvísun. Augljóst er að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og tilgangur laganna um verðtryggingu trompa ákvæði laganna um notkun vísitölunnar til viðmiðs til lögskipta. Mistökin við setningu laga um verðtryggingu þau að gengið var út frá því að vísitala neysluverðs endurspegli öllum stundum breytingar á innra virði greiðslumyntarinnar, þ.e. breytingu á eiginleika greiðslumyntarinnar til verðmats eru þess valdandi að allir verðtryggðir lánasamningar á neytendamarkaði eru ólöglegir, ósanngjarnir og ógn við fjármálalegan stöðugleika. Tilvísun í samningsfrelsi breytir þar engu um. Stjórnvöld geta því óhrædd afnumið verðtryggingu á neytendalánum með pennastriki. Lánin halda þá vaxtaákvæðum sínum en ólöglegi verðtryggingarþátturinn fellur niður. Mat á breytingum innra virðis krónunnar Ekki er hlaupið að því að finna hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem samkvæmt kenningu Karls Mengers túlkaði þá breytingar innra virðis greiðslumyntar. Bestu peningahagfræðingar heimisins hafa glímt við þetta viðfangsefni allt frá olíukreppunum á síðustu öld. Á 10 áratug síðustu aldar voru þróaðar tölfræði greiningar sem helstu seðlabankar hins vestræna heims hafa unnið með síðan og þróað. Árið 2018 hóf Seðlabanki Íslands notkun á tveimur kjarnavísitölum sem ætla má að nálgist að miklu leyti breytingar á innra virði krónunnar. Alla vega má fullyrða að þessar kjarnavísitölur hafi tilburði í þá átt, öfugt við vísitölu neysluverðs. Um er að ræða kjarnavísitölurnar „Sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs“ og „Klippt meðaltal 15%“. Ágæta lýsingu á þessum kjarnavísitölum má finna í BS ritgerð Elínar Höllu Kjartansdóttur hagfræðings, frá árinu 2023, og einnig í minnisblaði Seðlabanka Íslands um undirliggjandi verðbólgu frá febrúar 2024. Hagstofa Íslands reiknar þessar kjarnavísitölur. Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu síðustu þrjú árin Á línuritinu sést breyting vísitölu neysluverðs og kjarnavísitalnanna áðurnefndu síðustu þrjú ár. Kjarnavísitölur þessar sem teljast vera allgóð nálgun við hreyfingu innra virðis krónunnar breytast minna yfir tímabilið en vísitala neysluverðs fyrst og fremst af því að varan húsnæði, sem hefur mikið vægi í vísitölunni, hækkaði í verði vegna atvika óháðra peningum. Húsnæði hækkaði að raunvirði. Hin sýnilega gliðnun milli breytinga á innra virði krónunnar og vísitölu neysluverðs gerði það að verkum að verðtryggðir lánasamningar færðu raunverulega eign frá skuldugum heimilum til lánastofnana á tímabilinu. Um 25% af verðbótum greiddum til lánastofnana á tímabilinu var raunveruleg eign, … voru raunveruleg verðmæti, skiptanleg fyrir önnur raunveruleg verðmæti svo sem erlendan gjaldeyri, hlutabréf eða hvað sem er. Um 25% af greiddum verðbótum til fjármálastofnana á tímabilinu skilaði sér í beinhörðum peningum til þeirra og eigenda þeirra á kostnað skuldugra heimila. Ef við gefum okkur að verðtryggði lánastabbinn hafi verið um 1.350 milljarðar og breyting vísitölu neysluverðs hafi að jafnaði verið um 6,2% á tímabilinu, þá má ætla, miðað við þessar áætluðu forsendur um stærð lánastabbans og jafnaðargildis vísitölu neysluverðs, að rúmlega 60 milljarða króna ólögleg eignaupptaka hafi farið fram hjá skuldugum heimilum á tímabilinu. Jafngildir sú upphæð 1.200 litlum 50 milljón króna íbúðum, aðeins á síðastliðnum þremur árum. Á tímabilinu frá upphafi 2004 til upphafs árs 2007 var ólöglega eignaupptakan í gegnum verðtryggingu hlutfallslega miklu meiri, sem strípaði eign þúsunda fjölskyldna sem stóðu uppi án borðs fyrir báru þegar fjármálahrunið reið yfir. Á þessu tímabili voru tröllvaxnar breytingar á raunverði tveggja vægismestu vöruliða vísitölu neysluverðs, olíu og húsnæðis. Skorað er á Hagstofu Íslands að reikna kjarnavísitölurnar fyrrnefndu allt aftur til síðustu aldamóta til að betri sýn fáist fyrir þjóðina á það hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda hrunsins. Í fljótu bragði sýnist að eignaupptakan í gegnum verðtryggingu og stórkallaleg hækkun stýrivaxta langt, langt umfram rýrnun greiðslumyntarinnar og peningatengda verðbólgu hafi skapað grundvöllinn fyrir því að versta útkoma fjármálahrunsins í hinum vestræna heimi var hér á Íslandi. Höfundur er vélaverkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Fjármál heimilisins Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Bendi á grein til samlesturs, sem birt var á þessum vettvangi 27. desember sl. Innra og ytra virði greiðslumyntar Samkvæmt kenningu hagfræðingsins Karls Mengers, sem ekki hefur verið hrakin, þá leiðir rýrnun innra virðis greiðslumyntar til samsvarandi hækkunar á nafnverði allrar vöruflórunnar. Með öðrum orðum, ef verðhækkanir eru eingöngu peningatengdar breytast verðhlutföll ekki eða lítið milli vara eftir hækkunarferlið. Vísitala neysluverðs drekkur í sig allar verðbreytingar sem tengjast vörum í körfu hennar, bæði hinar áður nefndu peningatengdu vegna breytinga á innra virði greiðslumyntarinnar og einnig allar breytingar sem stafa frá atvikum óháðum peningum í umhverfi einstakra vara og vöruflokka. Samkvæmt kenningu Karls Mengers mælir vísitala neysluverðs breytingar á ytra virði greiðslumyntar. Verðgildi greiðslumyntar og ákvörðunareiginleiki hennar til verðmats ræðst af innra virði hennar. Samkvæmt þessu þarf verðgildi greiðslumyntar ekki að hafa lækkað þótt vísitala neysluverðs hafi hækkað. Þetta gerist ef einstök vara hækkar í verði vegna atvika óháðra peningum. Tökum dæmi sem við þekkjum: Þegar húsnæðisverð hækkar vegna skorts hækkar það óháð verðgildi peninga og hækkar þar með hlutfallslega miðað við aðrar vörur. Verð húsnæðis hefur hækkað að raunvirði. Við þessar aðstæður er hækkun húsnæðisverðs meiri en hækkun annarra vara að meðaltali. Að öðru óbreyttu er ennfremur er hægt að segja við þessar aðstæður að ytra virði greiðslumyntarinnar hafi lækkað en innra virðið eða verðgildi greiðslumyntarinnar á sama tíma staðið í stað. Eiginleiki greiðslumyntarinnar til verðmats hefur haldist óbreyttur. Þegar verðtryggðir lánasamningar hækka við þessar aðstæður hafa þeir hækkað að raunvirði. Raunveruleg eign hefur þá verið tekin af skuldara og færð til fjármálastofnunar. Eignaupptakan eru þær verðbætur sem samsvara gliðnun á tilteknu reikningstímabili milli ytra og innra virðis greiðslumyntarinnar. Um ólögmæti eignaupptöku í gegnum verðtryggingu Í athugasemdum við 13. og 14 gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu segir: Nefndin sem samdi frumvarpið var þeirrar skoðunar að opinberar reglur um verðtryggingu fjárskuldbindinga þjónuðu fyrst og fremst þeim tilgangi að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og hún er venjulega mæld, þ.e. sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu. Í þessum texta þar sem tilgangi verðtryggingarinnar er lýst er hagfræðileg misvísun. Tilgangurinn er augljóslega sá að verja sparifé og lánsfé fyrir rýrnun. Rýrnun í þessu samhengi getur aldrei verið tengd öðru en rýrnun gjaldmiðilsins, þ.e. krónunnar, þ.e. innra virði hennar. Ekkert annað í þessu samhengi rýrnar við verðbólgu annað en verðgildi krónunnar, þ.e. eiginleiki krónunnar til verðmats á vinnusvæði sínu. Síðan er mælt fyrir um að rýrnunin sé mæld sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu og er þar átt við vísitölu neysluverðs. Þessi fyrirmæli ganga gegn tilganginum á löngum tímabilum, þegar raunbreytingar á verði vara eða vöruflokka hafa merkjanleg áhrif á hina mældu meðaltalsbreytingu, því þá þegar hættir slík meðatalsbreyting að vera marktæk nálgun fyrir rýrnun greiðslumyntar með vísun til kenningar Karls Mengers um innra og ytra virð greiðslumyntar. Athyglisvert er einnig að skoða Ólafslög í þessu samhengi, þ.e. lögin sem innleiddu verðtryggingu á Íslandi. Ólafslög varpa eiginlega enn skýrara ljósi á tilganginn með innleiðingu verðtryggingar, en í umsögn með 32 gr. laganna stendur: Hin öra verðbólguþróun hérlendis að undanförnu hefur eðlilega leitt til þess, að leitað er leiða til þess að leiðrétta skekkju af völdum verðbólgunnar á ýmsum sviðum efnahagslífsins. En tilfærsla eigna frá þeim, sem lána peninga með vöxtum, sem liggja undir hraða verðbólgunnar, til hinna, sem skulda á vöxtum undir verðbreytingum, er ef til vill einn alvarlegasti fylgikvilli verðbólgunnar. Auk eignatilfærslu fylgir því ástandi, sem hér hefur ríkt, óhófleg eftirspurn eftir lánsfé og jafnframt brenglar verðbólga mat á framtíðargildi fjárfestingar, þegar raunverulegur vaxtakostnaður kemur ekki fram í lánskjörum. Þessi texti er mjög skýr um það að lögunum sé ætlað að koma í veg fyrir eignatilfærslur sem voru óhjákvæmilegar þegar verðbólgan var jafnan mun hærri en óverðtryggðir vextir lána. Rétt er að ef leiðrétt er fyrir rýrnun krónunnar, þ.e. breyttum eiginleika hennar til verðmats, þá eru skuldarar og lánveitendur jafnsettir. Með öðrum orðum kemur leiðrétting fyrir rýrnun krónunnar í veg fyrir eignatilfærslur. Slík leiðrétting er eina leiðréttingin sem ekki gengur í berhögg við eignaréttinn, sem varinn er í stjórnarskrá. Með því að löggjafinn tilgreinir vísitölu neysluverðs til ákvörðunar á leiðréttingum verðtryggðra lánasamninga er gengið gegn tilgangi laganna því vísitala neysluverðs er ekki öruggur/góður mælikvarði á rýrnun krónunnar. Réttara sagt þá mælir vísitala neysluverðs rýrnun krónunnar þokkalega á einhverjum tímabilum, en afleitlega á öðrum. Fer það allt eftir því hvað raunbreytingar á verði einstakra vara eða vöruflokka er stórt hlutfall verðlagsbreytinganna. Notkun vísitölu neysluverðs sem mælikvarða á rýrnun krónunnar í verðtryggðum samningum hefur tilhneigingu til að yfirfæra eignir frá skuldara til lánveitanda vegna verðbóla á markaði óháðum verðgildi krónunnar. Hækkun vísitölunnar er þannig oft meiri á löngum tímabilum en rýrnun krónunnar gefur tilefni til. Af þessu leiðir að við vissar aðstæður þvinga lögin um verðtryggingu fram óumsamdar eignatilfærslur frá skuldurum til lánveitenda á skjön við tilgang þeirra sömu laga. Slíkar tilfærslur stangast einnig á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, eins og áður segir og því er notkun vísitölu neysluverðs sem viðmið fyrir lögskipti í verðtryggðum lánasamningum ólögleg, þótt lögin um verðtryggingu séu skýr um að hana eigi að nota. Þetta er hin lagalega misvísun. Augljóst er að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og tilgangur laganna um verðtryggingu trompa ákvæði laganna um notkun vísitölunnar til viðmiðs til lögskipta. Mistökin við setningu laga um verðtryggingu þau að gengið var út frá því að vísitala neysluverðs endurspegli öllum stundum breytingar á innra virði greiðslumyntarinnar, þ.e. breytingu á eiginleika greiðslumyntarinnar til verðmats eru þess valdandi að allir verðtryggðir lánasamningar á neytendamarkaði eru ólöglegir, ósanngjarnir og ógn við fjármálalegan stöðugleika. Tilvísun í samningsfrelsi breytir þar engu um. Stjórnvöld geta því óhrædd afnumið verðtryggingu á neytendalánum með pennastriki. Lánin halda þá vaxtaákvæðum sínum en ólöglegi verðtryggingarþátturinn fellur niður. Mat á breytingum innra virðis krónunnar Ekki er hlaupið að því að finna hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem samkvæmt kenningu Karls Mengers túlkaði þá breytingar innra virðis greiðslumyntar. Bestu peningahagfræðingar heimisins hafa glímt við þetta viðfangsefni allt frá olíukreppunum á síðustu öld. Á 10 áratug síðustu aldar voru þróaðar tölfræði greiningar sem helstu seðlabankar hins vestræna heims hafa unnið með síðan og þróað. Árið 2018 hóf Seðlabanki Íslands notkun á tveimur kjarnavísitölum sem ætla má að nálgist að miklu leyti breytingar á innra virði krónunnar. Alla vega má fullyrða að þessar kjarnavísitölur hafi tilburði í þá átt, öfugt við vísitölu neysluverðs. Um er að ræða kjarnavísitölurnar „Sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs“ og „Klippt meðaltal 15%“. Ágæta lýsingu á þessum kjarnavísitölum má finna í BS ritgerð Elínar Höllu Kjartansdóttur hagfræðings, frá árinu 2023, og einnig í minnisblaði Seðlabanka Íslands um undirliggjandi verðbólgu frá febrúar 2024. Hagstofa Íslands reiknar þessar kjarnavísitölur. Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu síðustu þrjú árin Á línuritinu sést breyting vísitölu neysluverðs og kjarnavísitalnanna áðurnefndu síðustu þrjú ár. Kjarnavísitölur þessar sem teljast vera allgóð nálgun við hreyfingu innra virðis krónunnar breytast minna yfir tímabilið en vísitala neysluverðs fyrst og fremst af því að varan húsnæði, sem hefur mikið vægi í vísitölunni, hækkaði í verði vegna atvika óháðra peningum. Húsnæði hækkaði að raunvirði. Hin sýnilega gliðnun milli breytinga á innra virði krónunnar og vísitölu neysluverðs gerði það að verkum að verðtryggðir lánasamningar færðu raunverulega eign frá skuldugum heimilum til lánastofnana á tímabilinu. Um 25% af verðbótum greiddum til lánastofnana á tímabilinu var raunveruleg eign, … voru raunveruleg verðmæti, skiptanleg fyrir önnur raunveruleg verðmæti svo sem erlendan gjaldeyri, hlutabréf eða hvað sem er. Um 25% af greiddum verðbótum til fjármálastofnana á tímabilinu skilaði sér í beinhörðum peningum til þeirra og eigenda þeirra á kostnað skuldugra heimila. Ef við gefum okkur að verðtryggði lánastabbinn hafi verið um 1.350 milljarðar og breyting vísitölu neysluverðs hafi að jafnaði verið um 6,2% á tímabilinu, þá má ætla, miðað við þessar áætluðu forsendur um stærð lánastabbans og jafnaðargildis vísitölu neysluverðs, að rúmlega 60 milljarða króna ólögleg eignaupptaka hafi farið fram hjá skuldugum heimilum á tímabilinu. Jafngildir sú upphæð 1.200 litlum 50 milljón króna íbúðum, aðeins á síðastliðnum þremur árum. Á tímabilinu frá upphafi 2004 til upphafs árs 2007 var ólöglega eignaupptakan í gegnum verðtryggingu hlutfallslega miklu meiri, sem strípaði eign þúsunda fjölskyldna sem stóðu uppi án borðs fyrir báru þegar fjármálahrunið reið yfir. Á þessu tímabili voru tröllvaxnar breytingar á raunverði tveggja vægismestu vöruliða vísitölu neysluverðs, olíu og húsnæðis. Skorað er á Hagstofu Íslands að reikna kjarnavísitölurnar fyrrnefndu allt aftur til síðustu aldamóta til að betri sýn fáist fyrir þjóðina á það hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda hrunsins. Í fljótu bragði sýnist að eignaupptakan í gegnum verðtryggingu og stórkallaleg hækkun stýrivaxta langt, langt umfram rýrnun greiðslumyntarinnar og peningatengda verðbólgu hafi skapað grundvöllinn fyrir því að versta útkoma fjármálahrunsins í hinum vestræna heimi var hér á Íslandi. Höfundur er vélaverkfræðingur
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun