Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 10. febrúar 2025 14:01 Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sveitarstjórnarmál Dalabyggð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun