Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson og Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 12:30 Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun