Innlent

Hand­tekinn grunaður um líkams­árás eftir að vitni elti hann uppi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla handtók manninn eftir að vitni elti hann uppi og vísaði á hann. Myndin er úr safni.
Lögregla handtók manninn eftir að vitni elti hann uppi og vísaði á hann. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann sem grunaður er um að hafa ráðist á konu. Hann flúði vettvang en vitni elti hann uppi og kom lögreglu á sporið.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu um verkefni dagsins frá klukkan fimm í morgun til fimm síðdegis. Þar segir að tilkynnt hafi verið um málið í umdæmi lögreglustöðvar númer þrjú, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt.

„Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ segir í færslunni. Ekki er þar að finna frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×