Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 11:55 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Matthias Schrader JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu. Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans. Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38