Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 16:35 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. EPA/RONALD WITTEK JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira