„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. febrúar 2025 21:47 Borche Illievski velti því fyrir sér hvers vegna ÍR virðist spila verr á heimavelli en útivelli. Vísir/Anton Brink „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. „Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
„Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira