Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 11:57 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann fundar með þarlendum ráðamönum í dag, og Rússum á morgun. AP/Evelyn Hockstein Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira