Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun