Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 08:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og í jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu. Vísir/Ívar Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir tilskipun sem bannar trans konum alfarið að taka þátt í kvennaíþróttum vestanhafs. Tilskipunin beinist helst gegn skólum en Trump hótar því að skera niður alríkisstyrki til skóla sem bjóða trans konum upp á þátttöku í kvennaíþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu, segir tilskipun Trumps áhyggjuefni. „Við auðvitað óttumst áhrifin sem hans ákvarðanir munu hafa. Það er kannski of snemmt að segja hver áhrifin verða en við óttumst auðvitað að þetta hafi áhrif og stuðli að frekari útilokun sem er ekki gott,“ „Það hefur þrengt að trans fólki í íþróttum á undanförnum misserum og þá sérstaklega trans konum. Í rauninni kannski ekki vegna þess að það sé mjög aðkallandi mál. Við höfum ekki verið að upplifa það í íþróttahreyfingunni að trans konur séu ógn við íþróttakonur eða þetta sé það stór hópur að það þurfi að bregðast strax við. Ég held það sé ekki endilega innistæða fyrir því,“ segir Kolbrún. Snúist meira um fordóma en öryggi Borið hefur á aukinni andúð í garð trans fólks í íþróttum síðustu misseri. Umræðan byggist helst á áhyggjum af öryggi íþróttakvenna en Kolbrún segir rannsóknir ekki hafa sýnt fram á meint óöryggi. „Við höfum kannski haft þá tilfinningu að þetta snúist meira um fordóma gegn trans fólki heldur en nokkurn tíma öryggi íþróttakvenna,“ Kolbrún segir öryggisákall Trumps og fleiri vera ákveðið yfirvarp. Í raun byggi tilskipunin á fordómum.Vísir/Ívar „Við höfum séð það erlendis að alþjóðasambönd hafa gripið til þess að útiloka trans konur frá keppni á efsta stigi. Það er stundum misjafnt hvort það sé ástæða fyrir þessari útilokun eða ekki. Hvort að fólk sé að fyrirbyggja eitthvað sem gæti gerst mögulega, eða hvort það sé einhver raunveruleg ógn þar. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé raunveruleg ógn sem kalli á þetta,“ segir Kolbrún. Alvarlegar afleiðingar fyrir Khelif Dæmi um þessa fordóma hafi kjarnast í háværri umræðu um hnefaleikakonuna Imane Khelif sem keppti á Ólympíuleikunum í sumar. Upplýsingaóreiðan varð algjör er frægt fólk á við Elon Musk og J.K. Rowling úthrópaði hana sem karlmann að berja konur á Ólympíuleikum. Khelif er hvorki karl né trans kona. Því hefur verið haldið fram að hún sé intersex, en það hefur hvergi verið staðfest. Intersex hefur að gera með meðfædd frávik á erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi og kynfærum. Trans, til samanburðar, er heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem ekki samræmist því kyni sem úthlutað er við fæðingu. „Hún er sökuð um að vera trans kona og sökuð um að vera karl að keppa á móti konum. Það er bara fullt af fólki sem hefur rödd úr valdastöðu sem fór að beita sinni rödd þarna til að níðast á henni. Þetta hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa íþróttakonu. Þetta er ekki sú vegferð sem við viljum vera á,“ segir Kolbrún. Ísland eigi að standa fyrir inngildingu fremur en útilokun Hún hefur áhyggjur af þróuninni og að fleiri feti í fótspor Trump og útiloki fólk frá þátttöku. Ísland eigi að berjast gegn slíku á alþjóðavettvangi. „Við þurfum að muna það að á Íslandi eru lög um kynrætt sjálfstæði. Þannig að þegar Íslendingar fara á ársþing alþjóðasambandanna eigum við auðvitað að kjósa um það að trans fólk fái að keppa. Við eigum að nýta okkar rödd og okkar góðu lög til að styrkja okkur í því,“ „Mögulega munu fleiri sambönd banna trans fólki að keppa á efsta stigi og það er miður. En mitt persónulega mat er að við ættum að nýta röddina okkar til að standa með trans fólki en ekki á móti því,“ segir Kolbrún. Sjá má frétt úr Sportpakka gærkvöldsins í spilaranum. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump ÍSÍ Málefni trans fólks Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir tilskipun sem bannar trans konum alfarið að taka þátt í kvennaíþróttum vestanhafs. Tilskipunin beinist helst gegn skólum en Trump hótar því að skera niður alríkisstyrki til skóla sem bjóða trans konum upp á þátttöku í kvennaíþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu, segir tilskipun Trumps áhyggjuefni. „Við auðvitað óttumst áhrifin sem hans ákvarðanir munu hafa. Það er kannski of snemmt að segja hver áhrifin verða en við óttumst auðvitað að þetta hafi áhrif og stuðli að frekari útilokun sem er ekki gott,“ „Það hefur þrengt að trans fólki í íþróttum á undanförnum misserum og þá sérstaklega trans konum. Í rauninni kannski ekki vegna þess að það sé mjög aðkallandi mál. Við höfum ekki verið að upplifa það í íþróttahreyfingunni að trans konur séu ógn við íþróttakonur eða þetta sé það stór hópur að það þurfi að bregðast strax við. Ég held það sé ekki endilega innistæða fyrir því,“ segir Kolbrún. Snúist meira um fordóma en öryggi Borið hefur á aukinni andúð í garð trans fólks í íþróttum síðustu misseri. Umræðan byggist helst á áhyggjum af öryggi íþróttakvenna en Kolbrún segir rannsóknir ekki hafa sýnt fram á meint óöryggi. „Við höfum kannski haft þá tilfinningu að þetta snúist meira um fordóma gegn trans fólki heldur en nokkurn tíma öryggi íþróttakvenna,“ Kolbrún segir öryggisákall Trumps og fleiri vera ákveðið yfirvarp. Í raun byggi tilskipunin á fordómum.Vísir/Ívar „Við höfum séð það erlendis að alþjóðasambönd hafa gripið til þess að útiloka trans konur frá keppni á efsta stigi. Það er stundum misjafnt hvort það sé ástæða fyrir þessari útilokun eða ekki. Hvort að fólk sé að fyrirbyggja eitthvað sem gæti gerst mögulega, eða hvort það sé einhver raunveruleg ógn þar. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé raunveruleg ógn sem kalli á þetta,“ segir Kolbrún. Alvarlegar afleiðingar fyrir Khelif Dæmi um þessa fordóma hafi kjarnast í háværri umræðu um hnefaleikakonuna Imane Khelif sem keppti á Ólympíuleikunum í sumar. Upplýsingaóreiðan varð algjör er frægt fólk á við Elon Musk og J.K. Rowling úthrópaði hana sem karlmann að berja konur á Ólympíuleikum. Khelif er hvorki karl né trans kona. Því hefur verið haldið fram að hún sé intersex, en það hefur hvergi verið staðfest. Intersex hefur að gera með meðfædd frávik á erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi og kynfærum. Trans, til samanburðar, er heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem ekki samræmist því kyni sem úthlutað er við fæðingu. „Hún er sökuð um að vera trans kona og sökuð um að vera karl að keppa á móti konum. Það er bara fullt af fólki sem hefur rödd úr valdastöðu sem fór að beita sinni rödd þarna til að níðast á henni. Þetta hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa íþróttakonu. Þetta er ekki sú vegferð sem við viljum vera á,“ segir Kolbrún. Ísland eigi að standa fyrir inngildingu fremur en útilokun Hún hefur áhyggjur af þróuninni og að fleiri feti í fótspor Trump og útiloki fólk frá þátttöku. Ísland eigi að berjast gegn slíku á alþjóðavettvangi. „Við þurfum að muna það að á Íslandi eru lög um kynrætt sjálfstæði. Þannig að þegar Íslendingar fara á ársþing alþjóðasambandanna eigum við auðvitað að kjósa um það að trans fólk fái að keppa. Við eigum að nýta okkar rödd og okkar góðu lög til að styrkja okkur í því,“ „Mögulega munu fleiri sambönd banna trans fólki að keppa á efsta stigi og það er miður. En mitt persónulega mat er að við ættum að nýta röddina okkar til að standa með trans fólki en ekki á móti því,“ segir Kolbrún. Sjá má frétt úr Sportpakka gærkvöldsins í spilaranum.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump ÍSÍ Málefni trans fólks Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Sjá meira