Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 18. febrúar 2025 07:15 Ekkert um Úkraínu nema með Úkraínu, sögðu menn. En hvað nú? Vólódímír Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar hafa verið settir á bekkinn í bili. Getty Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París. Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt undan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París.
Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt undan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira