Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 18:16 Haustið 2024 ráku tveir kirkjugarðar á landinu líkhús, Kirkjugarðar Reykjavíkur og Kirkjugarðar Akureyrar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Drögin voru birt í samráðsgátt í dag, en þar kemur fram að breytingin sé lögð fram til að bregðast við alvarlegri rekstrarstöðu á mikilvægum samfélagslegum innviðum sem skapast hefur hjá þeim kirkjugörðum sem reka líkhús. Upp sé komin sú staða að Kirkjugarðar Reykjavíkur muni ekki geta haldið áfram rekstri líkhússins án fjármagns til rekstursins. Verði ekki brugðist við stefni í óefni og kirkjugarðar hætti hugsanlega alfarið rekstri líkhúsa. Því sé nauðsynlegt að búa svo um í lagaumgjörð kirkjugarðanna að þeim verði heimilt að innheimta gjald til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Nái breytingin fram að ganga er kirkjugarði, sem komið hefur sér upp líkhúsi, heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Við ákvörðun gjalds verði í gjaldskrá lagður til grundvallar kostnaður vegna reksturs líkhússins, meðal annars kostnaður vegna launatengdra gjalda, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja, áhalda, öryggiskerfis og trygginga. Fram kemur að kirkjugarðar fái áfram fjármagn úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2005. Samkomulagið byggi á þrennskonar viðmiðunum þegar reiknað er framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða og rekstur líkhúsa sé ekki þar á meðal. Því verði gripið til breytinganna til þess að ráða bót á þeim vanda sem upp er kominn í rekstri líkhúsa. Við endurskoðun laganna og samkomulagsins verði hægt að skoða aðrar leiðir sem kunni að þykja ákjósanlegri þegar til framtíðar er litið. Kirkjugarðar Alþingi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt í dag, en þar kemur fram að breytingin sé lögð fram til að bregðast við alvarlegri rekstrarstöðu á mikilvægum samfélagslegum innviðum sem skapast hefur hjá þeim kirkjugörðum sem reka líkhús. Upp sé komin sú staða að Kirkjugarðar Reykjavíkur muni ekki geta haldið áfram rekstri líkhússins án fjármagns til rekstursins. Verði ekki brugðist við stefni í óefni og kirkjugarðar hætti hugsanlega alfarið rekstri líkhúsa. Því sé nauðsynlegt að búa svo um í lagaumgjörð kirkjugarðanna að þeim verði heimilt að innheimta gjald til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Nái breytingin fram að ganga er kirkjugarði, sem komið hefur sér upp líkhúsi, heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Við ákvörðun gjalds verði í gjaldskrá lagður til grundvallar kostnaður vegna reksturs líkhússins, meðal annars kostnaður vegna launatengdra gjalda, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja, áhalda, öryggiskerfis og trygginga. Fram kemur að kirkjugarðar fái áfram fjármagn úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2005. Samkomulagið byggi á þrennskonar viðmiðunum þegar reiknað er framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða og rekstur líkhúsa sé ekki þar á meðal. Því verði gripið til breytinganna til þess að ráða bót á þeim vanda sem upp er kominn í rekstri líkhúsa. Við endurskoðun laganna og samkomulagsins verði hægt að skoða aðrar leiðir sem kunni að þykja ákjósanlegri þegar til framtíðar er litið.
Kirkjugarðar Alþingi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira