Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar 19. febrúar 2025 07:01 27. janúar síðastliðinn var þess minnst með minningarathöfn í Auschwitz að 80 ár voru liðin frá helförinni. Viðstaddir voru margir þjóðarleiðtogar og aðrir fulltrúar frá Evrópulöndum og víðar. Kjörorðið „Aldrei aftur“ var rifjað upp: „Viðkvæðið „aldrei aftur“ er það sem hafði bein áhrif á stofnun þess sem hefur orðið Evrópusambandið í dag, við upphaf þess verkefnis friðar og sátta eftir síðari heimsstyrjöldina,“ segir í minnisblaði frá Evrópuþinginu í tilefni dagsins. Aldrei aftur Það er ákaflega mikilvægt að halda þessari minningu á lofti eins og gert var nú um daginn – og rifja upp þetta kjörorð: „Aldrei aftur.“ En það er líka mikilvægt að forðast hræsni og tvískinnung þegar þessarar skelfingar er minnst. Holocaust, sem við höfum kallað helförina á íslensku, er með því skelfilegasta í sögu mannkyns. En heitstrengingin „Aldrei aftur“ einskorðast ekki við fjöldamorð þar sem fórnarlömbin eru talin í milljónum. Því miður hafa margir atburðir aðrir gefið tilefni til þessarar heitstrengingar. Hún hljómar til dæmis gjarnan í byrjun ágúst hvert ár þegar þess er minnst þegar sjálfskipað forysturíki hins frjálsa heims, Bandaríkin, varpaði kjarnorkusprengjum á tvær borgir í Japan rúmu hálfu ári eftir að hlið Auschwitz voru opnuð. „Aldrei aftur“ snýst um að við komum í veg fyrir að svona gerist aftur, fjöldamorð og mannlegar hörmungar sem stafa mannlegum gjörðum. Slíkar hörmungar eru ekki óhjákvæmilegar eins og náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir. Hver erum við sem sameinumst um ákallið „Aldrei aftur“. Skiptist mannkynið í gerendur og okkur hin sem reynum undir kjörorðinu „Aldrei aftur“ að koma í veg fyrir misgjörðirnar? Er þar einhver skýr skipting? Hvenær getum við komið í veg fyrir ódæðin? Hvernig sem á það er litið þá er það svo, að þótt mannlegar gjörðir séu strangt tekið aldreióhjákvæmilegar, þá eru mörg dæmi þess að enginn hefur haft tök á að grípa fram í fyrir hendurnar á gerendunum. Það er erfitt að sjá að nokkur hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir helförina nema gerendurnir sjálfir, nasistastjórnin í Þýskalandi. Og enginn núlifandi maður þarf að hafa samviskubit vegna hennar, ekki frekar en vegna nornabrennanna á sínum tíma eða vegna útrýmingar Spánverja á frumbyggjum Mið-Ameríku og annarra ógnarverka nýlenduríkjanna, svo dæmi séu nefnd. Fjöldamorðin í bænum Srebrenica í Bosníu Hersegóvínu í júlí 1995, þar sem meira en átta þúsund manns voru drepnir, hafa oft verið rifjuð upp. Það er vafasamt að nokkur hefði geta komið í veg fyrir þau þótt hollensk friðargæslusveit á vegum Sameinuðu þjóðanna sé stundum sökuð um aðgerðarleysi. Ári fyrr voru enn skelfilegri fjöldamorð framin í Rúanda þar sem milli 500 og 800 þúsund manns voru drepnir á hundrað dögum. Ég rifjaði það upp í grein á Vísi fyrir rúmu ári og þau orð Bill Clintons fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hann viðhafði í heimsókn til Rúanda árið 2012, að hann teldi það meðal sinna mestu mistaka sem forseti að bregðast ekki við þessum fjöldamorðum: „Ég held ekki að við hefðum getað stöðvað ofbeldið, en ég held við hefðum getað takmarkað það. Ég harma það.“ (New York Times 4. 9. 2012). Það var líklega rétt hjá honum, engir utanaðkomandi aðilar hefðu getað stöðvað ofbeldið þótt Bandaríkin ásamt Frökkum hefðu hugsanlega getað takmarkað það eitthvað. Við skulum að sinni láta liggja milli hluta ýmis ógnarverk Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hvað með Gasa? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ekki hafa haft tök á að mæta til athafnarinnar í Auschwitz, enda nýtekinn við embætti og hafði í mörgu að snúast. En hann sendi veglega sendinefnd undir forystu Steve Witkoffs sérstaks sendifulltrúa Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. En forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu. Í þessari yfirlýsingu er ýmislegt ágætt, en síðan kemur þetta: „Í kjölfar kúgunar, ofsókna og óréttlætis, sem framin voru í Auschwitz og víðar í Evrópu, vann gyðingaþjóðin (the Jewish people) ótrauð að því að endurreisa heimaland sitt í Ísraelsríki nútímans – okkar öfluga vinar.“ Og svo: „Við staðfestum með stolti sterk vináttubönd okkar við Ísraelsríki.“ En einmitt aðgerðir þessa vinátturíkis Bandaríkjanna nú á annað ár, aðgerðir sem Alþjóðasakamáladómstóllinn telur allar líkur á að flokkist sem þjóðarmorð, eru dæmi um ofbeldisverk sem miklar líkur eru á að þau ríki, sem áttu fulltrúa við athöfnina 27. janúar, hefðu getað stöðvað með samstilltu átaki og þar með gefið kjörorðinu „Aldrei meir“ merkingu. Bandaríkin eru helsta vináttu- og stuðningsríki Ísraels og önnur vestræn ríki hafa verið í nánu vináttu- og viðskiptasambandi við Ísrael frá stofnun þess. En ekkert þeirra hefur beitt sér gegn þjóðarmorðinu á Gasa, einhver þeirra hafa í besta falli gagnrýnt það með innantómum orðum án frekari aðgerða. Það er auðvelt að koma saman til að minnast helfararinnar með orðunum „Aldrei aftur“ en ráðamenn gömlu nýlenduveldanna hafa aldrei komið saman til að minnast margra alda ofbeldisverka þeirra um allan heim. Svo sem þess ofeldisverks að ráðstafa Palestínu undir Ísraelaríki án samráðs við íbúa svæðisins. Dugleysi Norðurlanda Ráðamenn Norðurlanda komu saman á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í lok október til að ræða frið og öryggi á norðurslóðum og Norðurlöndum. Á meðan rigndi sprengjunum yfir Gasa en varla var minnst á það nema í fyrirspurnartíma þar sem þeir komu sér hjá því að gefa skýr svör. Einhverjir nefndu rétt Ísraels til sjálfsvarnar og utanríkisráðherra Dana gat þess sérstaklega að Danir væru vinir Ísraels. Öll ríki Norðurlanda hafa haft margvísleg tengsl við Ísrael, öll eru náin samstarfsríki Bandaríkjanna og öll voru þau þá orðin aðilar að NATO sem hefur um árabil verið í samstarfi við Ísrael. Sameinuð hafa Norðurlöndin rödd sem tekið er eftir. En sú rödd hefur ekki heyrst hvað Gasa varðar. Þau hafa vissulega látið duglega í sér heyra varðandi Úkraínu og Rússland og er það vel. En þeirri rödd fylgir alltaf hjáröddin „við og hin“. Við, hin frjálsu, lýðræðislegu og siðmenntuðu Vesturlönd andspænis „barbaríinu“ í austri, Rússlandi, Kína, Íran og svo framvegis. Og þar hefur Ísrael verið í hópi „okkar“, Palestínumnn í hópi „hinna“. Við hliðið að Auschwitz 27. janúar afhjúpuðu ráðamenn vestrænna ríkja skinhelgi sína. Í þeirra munni er kjörorðið „Aldrei aftur“ innihaldslaus frasi. Með hræsni sinni og tvískinnungi hafa þeir svívirt minningu fórnarlamba helfararinnar. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi bókavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
27. janúar síðastliðinn var þess minnst með minningarathöfn í Auschwitz að 80 ár voru liðin frá helförinni. Viðstaddir voru margir þjóðarleiðtogar og aðrir fulltrúar frá Evrópulöndum og víðar. Kjörorðið „Aldrei aftur“ var rifjað upp: „Viðkvæðið „aldrei aftur“ er það sem hafði bein áhrif á stofnun þess sem hefur orðið Evrópusambandið í dag, við upphaf þess verkefnis friðar og sátta eftir síðari heimsstyrjöldina,“ segir í minnisblaði frá Evrópuþinginu í tilefni dagsins. Aldrei aftur Það er ákaflega mikilvægt að halda þessari minningu á lofti eins og gert var nú um daginn – og rifja upp þetta kjörorð: „Aldrei aftur.“ En það er líka mikilvægt að forðast hræsni og tvískinnung þegar þessarar skelfingar er minnst. Holocaust, sem við höfum kallað helförina á íslensku, er með því skelfilegasta í sögu mannkyns. En heitstrengingin „Aldrei aftur“ einskorðast ekki við fjöldamorð þar sem fórnarlömbin eru talin í milljónum. Því miður hafa margir atburðir aðrir gefið tilefni til þessarar heitstrengingar. Hún hljómar til dæmis gjarnan í byrjun ágúst hvert ár þegar þess er minnst þegar sjálfskipað forysturíki hins frjálsa heims, Bandaríkin, varpaði kjarnorkusprengjum á tvær borgir í Japan rúmu hálfu ári eftir að hlið Auschwitz voru opnuð. „Aldrei aftur“ snýst um að við komum í veg fyrir að svona gerist aftur, fjöldamorð og mannlegar hörmungar sem stafa mannlegum gjörðum. Slíkar hörmungar eru ekki óhjákvæmilegar eins og náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir. Hver erum við sem sameinumst um ákallið „Aldrei aftur“. Skiptist mannkynið í gerendur og okkur hin sem reynum undir kjörorðinu „Aldrei aftur“ að koma í veg fyrir misgjörðirnar? Er þar einhver skýr skipting? Hvenær getum við komið í veg fyrir ódæðin? Hvernig sem á það er litið þá er það svo, að þótt mannlegar gjörðir séu strangt tekið aldreióhjákvæmilegar, þá eru mörg dæmi þess að enginn hefur haft tök á að grípa fram í fyrir hendurnar á gerendunum. Það er erfitt að sjá að nokkur hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir helförina nema gerendurnir sjálfir, nasistastjórnin í Þýskalandi. Og enginn núlifandi maður þarf að hafa samviskubit vegna hennar, ekki frekar en vegna nornabrennanna á sínum tíma eða vegna útrýmingar Spánverja á frumbyggjum Mið-Ameríku og annarra ógnarverka nýlenduríkjanna, svo dæmi séu nefnd. Fjöldamorðin í bænum Srebrenica í Bosníu Hersegóvínu í júlí 1995, þar sem meira en átta þúsund manns voru drepnir, hafa oft verið rifjuð upp. Það er vafasamt að nokkur hefði geta komið í veg fyrir þau þótt hollensk friðargæslusveit á vegum Sameinuðu þjóðanna sé stundum sökuð um aðgerðarleysi. Ári fyrr voru enn skelfilegri fjöldamorð framin í Rúanda þar sem milli 500 og 800 þúsund manns voru drepnir á hundrað dögum. Ég rifjaði það upp í grein á Vísi fyrir rúmu ári og þau orð Bill Clintons fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hann viðhafði í heimsókn til Rúanda árið 2012, að hann teldi það meðal sinna mestu mistaka sem forseti að bregðast ekki við þessum fjöldamorðum: „Ég held ekki að við hefðum getað stöðvað ofbeldið, en ég held við hefðum getað takmarkað það. Ég harma það.“ (New York Times 4. 9. 2012). Það var líklega rétt hjá honum, engir utanaðkomandi aðilar hefðu getað stöðvað ofbeldið þótt Bandaríkin ásamt Frökkum hefðu hugsanlega getað takmarkað það eitthvað. Við skulum að sinni láta liggja milli hluta ýmis ógnarverk Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hvað með Gasa? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ekki hafa haft tök á að mæta til athafnarinnar í Auschwitz, enda nýtekinn við embætti og hafði í mörgu að snúast. En hann sendi veglega sendinefnd undir forystu Steve Witkoffs sérstaks sendifulltrúa Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. En forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu. Í þessari yfirlýsingu er ýmislegt ágætt, en síðan kemur þetta: „Í kjölfar kúgunar, ofsókna og óréttlætis, sem framin voru í Auschwitz og víðar í Evrópu, vann gyðingaþjóðin (the Jewish people) ótrauð að því að endurreisa heimaland sitt í Ísraelsríki nútímans – okkar öfluga vinar.“ Og svo: „Við staðfestum með stolti sterk vináttubönd okkar við Ísraelsríki.“ En einmitt aðgerðir þessa vinátturíkis Bandaríkjanna nú á annað ár, aðgerðir sem Alþjóðasakamáladómstóllinn telur allar líkur á að flokkist sem þjóðarmorð, eru dæmi um ofbeldisverk sem miklar líkur eru á að þau ríki, sem áttu fulltrúa við athöfnina 27. janúar, hefðu getað stöðvað með samstilltu átaki og þar með gefið kjörorðinu „Aldrei meir“ merkingu. Bandaríkin eru helsta vináttu- og stuðningsríki Ísraels og önnur vestræn ríki hafa verið í nánu vináttu- og viðskiptasambandi við Ísrael frá stofnun þess. En ekkert þeirra hefur beitt sér gegn þjóðarmorðinu á Gasa, einhver þeirra hafa í besta falli gagnrýnt það með innantómum orðum án frekari aðgerða. Það er auðvelt að koma saman til að minnast helfararinnar með orðunum „Aldrei aftur“ en ráðamenn gömlu nýlenduveldanna hafa aldrei komið saman til að minnast margra alda ofbeldisverka þeirra um allan heim. Svo sem þess ofeldisverks að ráðstafa Palestínu undir Ísraelaríki án samráðs við íbúa svæðisins. Dugleysi Norðurlanda Ráðamenn Norðurlanda komu saman á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í lok október til að ræða frið og öryggi á norðurslóðum og Norðurlöndum. Á meðan rigndi sprengjunum yfir Gasa en varla var minnst á það nema í fyrirspurnartíma þar sem þeir komu sér hjá því að gefa skýr svör. Einhverjir nefndu rétt Ísraels til sjálfsvarnar og utanríkisráðherra Dana gat þess sérstaklega að Danir væru vinir Ísraels. Öll ríki Norðurlanda hafa haft margvísleg tengsl við Ísrael, öll eru náin samstarfsríki Bandaríkjanna og öll voru þau þá orðin aðilar að NATO sem hefur um árabil verið í samstarfi við Ísrael. Sameinuð hafa Norðurlöndin rödd sem tekið er eftir. En sú rödd hefur ekki heyrst hvað Gasa varðar. Þau hafa vissulega látið duglega í sér heyra varðandi Úkraínu og Rússland og er það vel. En þeirri rödd fylgir alltaf hjáröddin „við og hin“. Við, hin frjálsu, lýðræðislegu og siðmenntuðu Vesturlönd andspænis „barbaríinu“ í austri, Rússlandi, Kína, Íran og svo framvegis. Og þar hefur Ísrael verið í hópi „okkar“, Palestínumnn í hópi „hinna“. Við hliðið að Auschwitz 27. janúar afhjúpuðu ráðamenn vestrænna ríkja skinhelgi sína. Í þeirra munni er kjörorðið „Aldrei aftur“ innihaldslaus frasi. Með hræsni sinni og tvískinnungi hafa þeir svívirt minningu fórnarlamba helfararinnar. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi bókavörður
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun