„Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 09:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli snemma leiks gegn Álaborg í fyrrakvöld. Getty/Frank Molter „Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu. Um tognun í il er að ræða og verður Gísli frá keppni næstu vikurnar. Hann vonast þó til að geta spilað næstu landsleiki, gegn Grikkjum 12. og 15. mars í undankeppni EM, en er jafnframt meðvitaður um að þurfa að sýna skynsemi. Gísli og þjálfari hans hjá Magdeburg, Bennet Wiegert, tóku ákveðna áhættu með því að hann spilaði gegn Álaborg í fyrrakvöld því Gísli hafði kennt sér meins í aðdraganda leiksins mikilvæga. „Ég var búinn að vera svolítið tæpur í hælnum fyrir leikinn en ætlaði ekki að láta það stöðva mig,“ segir Gísli sem meiddist svo eftir nokkurra mínútna leik. Hann fékk það staðfest frá lækni í gær að um væri að ræða tognun í ilinni. „Þetta verða kannski 2-4 vikur en það skýrist betur á fyrstu vikunni. Þetta er ekkert voðalega alvarlegt svo maður er glaður með það.“ Aldrei fundið þessa tilfinningu Gísli virtist bersýnilega þjáður þegar hann fór af velli í fyrrakvöld og óttaðist eflaust um tíma að keppnistímabilinu væri lokið: „Ég hef glímt við minn skerf af meiðslum en ég hef aldrei tognað í vöðva, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Ég hef því aldrei fengið þessa tilfinningu sem ég fékk, mjög vondan verk [og slæman grun]. Ég vissi að ég hafði verið tæpur á þessu svæði og að þarna hafði eitthvað gefið sig. Ég vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi – hvort að eitthvað hefði alveg slitnað í sundur – og það var óþægilegt að lenda í einhverju svona nýju og vita ekki hvernig þetta myndi fara,“ segir Gísli. „Ég hef greinilega reynt að hlífa mér á einhvern hátt og þetta urðu afleiðingarnar. En ef ég myndi spóla aftur í tímann þá hefði ég alltaf reynt að spila. Það eina sem ég hefði kannski breytt er að ég myndi þá ekki hafa spilað teipaður, til að hlífa mér við sársaukanum. En sem betur fer er ég ekki einhverja mánuði frá keppni, þó ég verði að taka þessu alvarlega svo þetta rifni ekki enn meira,“ bætir hann við. Sjö sterkir á meiðslalista: „Maður spyr sig hvenær þetta hætti“ Ómar Ingi Magnússon hefur verið frá keppni frá því undir lok síðasta árs og þeir Gísli eru í hópi sjö öflugra leikmanna sem Magdeburg var án gegn Álaborg. Eru einhverjar skýringar á þessari skelfilegu meiðslastöðu? „Maður spyr sig bara hvenær þetta hætti. Albin Lagergren átti til dæmis að vera orðinn klár í leikinn gegn Álaborg en þá varð hann veikur. Auðvitað spyr maður sig spurninga en maður getur ekki annað gert en að vera atvinnumaður og sinnt sínu hlutverki eins vel og maður getur,“ segir Gísli. Gísli Þorgeir Kristjánsson stefnir á landsleikina við Grikki sem verða þeir fyrstu eftir HM í janúar.VÍSIR/VILHELM „Við erum búnir að spila síðustu þrjá leiki án vinstri handar skyttu. Það er búið að vera skrautlegt að reyna að púsla því saman. En þetta sýnir líka að þegar við erum með bakið upp við vegg þá þjöppum við okkur saman og gerum hlutina fyrir hvern annan. Það er gott að finna hvað það er góður andi í hópnum og það er ótrúlegt hvernig menn þjöppuðu sér saman og náðu að vinna Álaborg, svona fáir í hópnum. Ég er sannfærður um að þeir geti klárað næstu leiki líka án mín,“ segir Gísli en sigurinn gegn Álaborg jók verulega líkurnar á því að Magdeburg komist í 12-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Með landsleikina í sigtinu Auk þess að berjast um titla með Magdeburg er Gísli með hugann við landsliðið sem heldur undankeppni EM áfram með leikjum við Grikkland 12. og 15. mars. „Ég held í vonina um að verða kominn á fætur fyrir landsleikjahléið. En það fer svolítið eftir því hvernig fyrsta vikan þróast. Ég þarf svo að taka stöðuna og sjá hvernig ég verð í löppinni. Ég vil ekki taka neina sénsa á að þetta rifni upp aftur og verð að vera hundrað prósent klár. En ég stefni á landsleikina.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Um tognun í il er að ræða og verður Gísli frá keppni næstu vikurnar. Hann vonast þó til að geta spilað næstu landsleiki, gegn Grikkjum 12. og 15. mars í undankeppni EM, en er jafnframt meðvitaður um að þurfa að sýna skynsemi. Gísli og þjálfari hans hjá Magdeburg, Bennet Wiegert, tóku ákveðna áhættu með því að hann spilaði gegn Álaborg í fyrrakvöld því Gísli hafði kennt sér meins í aðdraganda leiksins mikilvæga. „Ég var búinn að vera svolítið tæpur í hælnum fyrir leikinn en ætlaði ekki að láta það stöðva mig,“ segir Gísli sem meiddist svo eftir nokkurra mínútna leik. Hann fékk það staðfest frá lækni í gær að um væri að ræða tognun í ilinni. „Þetta verða kannski 2-4 vikur en það skýrist betur á fyrstu vikunni. Þetta er ekkert voðalega alvarlegt svo maður er glaður með það.“ Aldrei fundið þessa tilfinningu Gísli virtist bersýnilega þjáður þegar hann fór af velli í fyrrakvöld og óttaðist eflaust um tíma að keppnistímabilinu væri lokið: „Ég hef glímt við minn skerf af meiðslum en ég hef aldrei tognað í vöðva, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Ég hef því aldrei fengið þessa tilfinningu sem ég fékk, mjög vondan verk [og slæman grun]. Ég vissi að ég hafði verið tæpur á þessu svæði og að þarna hafði eitthvað gefið sig. Ég vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi – hvort að eitthvað hefði alveg slitnað í sundur – og það var óþægilegt að lenda í einhverju svona nýju og vita ekki hvernig þetta myndi fara,“ segir Gísli. „Ég hef greinilega reynt að hlífa mér á einhvern hátt og þetta urðu afleiðingarnar. En ef ég myndi spóla aftur í tímann þá hefði ég alltaf reynt að spila. Það eina sem ég hefði kannski breytt er að ég myndi þá ekki hafa spilað teipaður, til að hlífa mér við sársaukanum. En sem betur fer er ég ekki einhverja mánuði frá keppni, þó ég verði að taka þessu alvarlega svo þetta rifni ekki enn meira,“ bætir hann við. Sjö sterkir á meiðslalista: „Maður spyr sig hvenær þetta hætti“ Ómar Ingi Magnússon hefur verið frá keppni frá því undir lok síðasta árs og þeir Gísli eru í hópi sjö öflugra leikmanna sem Magdeburg var án gegn Álaborg. Eru einhverjar skýringar á þessari skelfilegu meiðslastöðu? „Maður spyr sig bara hvenær þetta hætti. Albin Lagergren átti til dæmis að vera orðinn klár í leikinn gegn Álaborg en þá varð hann veikur. Auðvitað spyr maður sig spurninga en maður getur ekki annað gert en að vera atvinnumaður og sinnt sínu hlutverki eins vel og maður getur,“ segir Gísli. Gísli Þorgeir Kristjánsson stefnir á landsleikina við Grikki sem verða þeir fyrstu eftir HM í janúar.VÍSIR/VILHELM „Við erum búnir að spila síðustu þrjá leiki án vinstri handar skyttu. Það er búið að vera skrautlegt að reyna að púsla því saman. En þetta sýnir líka að þegar við erum með bakið upp við vegg þá þjöppum við okkur saman og gerum hlutina fyrir hvern annan. Það er gott að finna hvað það er góður andi í hópnum og það er ótrúlegt hvernig menn þjöppuðu sér saman og náðu að vinna Álaborg, svona fáir í hópnum. Ég er sannfærður um að þeir geti klárað næstu leiki líka án mín,“ segir Gísli en sigurinn gegn Álaborg jók verulega líkurnar á því að Magdeburg komist í 12-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Með landsleikina í sigtinu Auk þess að berjast um titla með Magdeburg er Gísli með hugann við landsliðið sem heldur undankeppni EM áfram með leikjum við Grikkland 12. og 15. mars. „Ég held í vonina um að verða kominn á fætur fyrir landsleikjahléið. En það fer svolítið eftir því hvernig fyrsta vikan þróast. Ég þarf svo að taka stöðuna og sjá hvernig ég verð í löppinni. Ég vil ekki taka neina sénsa á að þetta rifni upp aftur og verð að vera hundrað prósent klár. En ég stefni á landsleikina.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira