Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar 21. febrúar 2025 12:15 Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt. Ég held að bæði lögmenn og dómarar vilji ekki „rugga bátnum“ vegna þess sem þeir telja eigin hagsmuni. Þess vegna er reynt að þegja alla gagnrýni í hel. Mig grunar að þingmenn hafi hneigst til að láta löglærðum á Alþingi það eftir að taka ákvarðanir um frumvörp um meðferð dómsmála. Það hefur haft þær hrapallegu afleiðingar að þau voru ekki bara sérstaklega samin með hagsmuni stórfyrirtækja og yfirstéttarinnar að markmiði sem einkennir of mörg lög. Þau eru sérstaklega löguð að hagsmunum lögmanna og dómara þannig að lögmenn hafi sem mest upp úr sér og dómarar sem frjálsastar hendur um dóma og úrskurði. Þar með er sagan þó ekki öll. Reglan er að blaða- og fréttamenn gagnrýna ekki vinnubrögðin á Alþingi og í dómskerfinu þrátt fyrir að þar sé að stundum að finna mestu hroð-virkni sem þekkist hér á landi. Dómarar geta haft mjög frjálsar hendur um dóma með því að geta einungis þeirra röksemda og sannana í dómsforsendum sem styðja dómsúrskurðinn en sleppa þar röksemdum og sönnunum sem mæla honum í mót. Lögmenn hafa sagt mér að með þessu brjóti dómarar lög. Hins vegar er augljóst að þau lög þurfa að vera mun skarpari og hafa meiri eftirköst séu þau brotin. Umfangsmikið dæmi um það hvernig lögmenn geti haft sem mest upp úr sér er að þeir geta ráðið því innan víðra marka hve dýrt dómsmálið, sem þeir eiga aðild að, verður með því að þenja það sem allra mest út. Þar af leiðandi ráða þeir miklu um hve mikið þeir fá í sinn hlut og einnig hve miklar tekjur lögmaður hins aðilans verða af málinu. Hvatningin í kerfinu er þannig að gera dómsmál sem dýrust. Þeir hafa um leið áhrif á hve mikil vinna dómara verður og þar með hve mikill kostnað-ur ríkisins verður. Þeir hafa þannig furðu frjálsan aðgang að ríkiskassanum. Þetta er nánar útskýrt á ýmsan hátt bæði í bók minni sem ber heitið Réttlæti hins sterka og einnig í fyrri greinaskrifum hér í Vísi. Hagsæld lögmanna af ofangreindu takmarkast reyndar að verulegu leyti við þá elstu og reyndustu sem hafa komið sér einna best fyrir á langri starfsævi, ekki síst þá sem hófu sinn starfsferil upp úr 1970. Lög og lagaumhverfi og þar með dómar og dómsúrskurðir miðast einkum við það þjóðfélag sem þá var enn við lýði en er nú að mestu horfið. Hinir eldri lögmenn kunna nánast eðlislægt betur á það en yngri lögmenn. Mér virðist þeir vera aðal talsmenn lögmanna og vilja af skiljanlegum ástæðum þagga niður alla umræðu um breytingar á því sem gerir þá betri en aðra. Í dómsmálum eins og í öðrum rekstri ríkir lögmál framboðs og eftirspurnar. Ofangreint kerfi leiðir til mikils kostnaðar og þar með til fækkunar mála þar sem almenningur hikar við að fara í mál en sættir sig frekar við orðinn hlut þótt það geti verið sárt að verða til dæmis fyrir miklu fjármunatapi. Ljóst er að hann hefur yfir-leitt ekki efni á því að taka á sig þann óheyrilega kostnað og þá miklu kostnaðaráhættu sem því fylgir. Þetta leiðir til þess að lítið er um hentug mál fyrir þá yngri í hópi lögmanna. Þeir verða annaðhvort að vinna hjá þeim eldri eða reyna að vinna sig upp af eigin rammleik megnið af starfsævinni sem ég held að hafi reynst mörgum erfitt. Einkum eru það hinir yngri lögmenn sem reka svokallaðar gjafsóknir, aðstoða hælisleitendur og fleira í þeim dúr sem grónir lögmenn líta helst ekki við vegna þess að tekjur eru bæði minni og óöruggari. Það sem virðist vera að er að „gullgrafarahugsun“ virðist hafa yfirtekið lögmenn. Hún byggist á því að þeir verði að óbreyttu kannski á endanum moldríkir þrátt fyrir að líkurnar á því séu ekki miklar. Staðan í dómsmálunum minnir á þá daga þegar eingöngu voru til fataverslanir fyrir fína fólkið sem lýst var svo vel í sjónvarpsþáttunum Matador og Húsbændur og hjú. Almenningur varð að nota heimasaumuð föt. Svo fóru smám saman að koma fataverslanir sem voru hugsaðar fyrir almenning. Núna eru vissulega til fataverslanir ætlaðar fyrir þá sem hafa dýran smekk en einnig alls konar aðrar verslanir með alla hugsanlega sérhæfingu og með allar hugsanlegar útfærslur og verð. Eitthvað í þá áttina þarf að gerast í dómskerfinu. Til þess að svo verði þarf að breyta lagaumhverfi dómsmála. Meðal annars þurfa allir, eða sem flestir, sérdómstólar að verða hluti af dómstólakerfinu sjálfu, á þann hátt að minnsta kosti að dómari sitji í forsæti. Samfara því þarf að straumlínulaga rekstur dómskerfisins í heild. Núverandi dómskerfi byggist í raun einungis á því að verið sé að reka stór mál og hefur beinlínis skellt í lás gagnvart öllum hugmyndum og raunverulegum möguleikum fyrir yngri lögmenn þannig að þeir komast illa að. Dómsmál á ekki að taka jafnvel einhver ár að ljúka þótt það þjóni hagsmunum einhverra lögmanna að vera að vinna í því dreift á langan tíma svo að þeir geti tekið nógu mörg mál að sér sem veldur fjölda manns skaða auk ríkisins. Lögmenn eiga að grafa gullgrafarahugsunina en fara á hinn bóginn í þá vinnu að gera lögmennskuna að alls konar starfi á sama hátt og dómarar eiga að fara að hugsa sig við stjórnvölinn við úrlausn miklu víðtækari málaflokka, sérstaklega mála sem standa almenningi nærri. Núna er til eitthvað sem kalla mætti vísi að einhverju í þessa átt. Ýmsir sérdómstólar með afmörkuð hlutverk hafa verið stofnaðir til þess sérstaklega að sinna almenningi. Það sýnir hins vegar stöðu almennings að ekki er einu sinni gætt að því að þeir séu óvilhallir samkvæmt venjulegum reglum þjóðfélagsins þannig að um leið er um að ræða tækifæri til þess að gera dómskerfið réttlátara og skilvirkara. Til dæmis er til sérdómstóll sem sinnir tryggingamálum. Í honum sitja fulltrúar tryggingafélaganna sjálfra. Í úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands, sem mest fjallar um ágreiningsmál lögmanna og svokallaðra skjólstæðinga þeirra, sitja ein-göngu lögmenn. Hjá Landlækni rannsaka læknar einir hugsanleg mistök annarra lækna. Margir blaða- og fréttamenn setja hreinlega kíkinn fyrir blinda augað hvað varðar vinnubrögð Alþingis (sem ekki eru pólitísk) og dómskerfisins. Ekki virðist vera vilji til að gagnrýna dóma og dómskerfi. Sé þörf á því að veita stjórnmálamönnum aðhald, sem allir eru sammála um að eigi að gera, hvers vegna er þá ekki þörf á að veita almennri lagasetningu Alþingis og dómskerfinu aðhald. Hið bága ástand þessara stofnana í lagasetningu og dómum má kannski einmitt rekja til þess að því vanti einmitt þetta aðhald. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögmennska Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt. Ég held að bæði lögmenn og dómarar vilji ekki „rugga bátnum“ vegna þess sem þeir telja eigin hagsmuni. Þess vegna er reynt að þegja alla gagnrýni í hel. Mig grunar að þingmenn hafi hneigst til að láta löglærðum á Alþingi það eftir að taka ákvarðanir um frumvörp um meðferð dómsmála. Það hefur haft þær hrapallegu afleiðingar að þau voru ekki bara sérstaklega samin með hagsmuni stórfyrirtækja og yfirstéttarinnar að markmiði sem einkennir of mörg lög. Þau eru sérstaklega löguð að hagsmunum lögmanna og dómara þannig að lögmenn hafi sem mest upp úr sér og dómarar sem frjálsastar hendur um dóma og úrskurði. Þar með er sagan þó ekki öll. Reglan er að blaða- og fréttamenn gagnrýna ekki vinnubrögðin á Alþingi og í dómskerfinu þrátt fyrir að þar sé að stundum að finna mestu hroð-virkni sem þekkist hér á landi. Dómarar geta haft mjög frjálsar hendur um dóma með því að geta einungis þeirra röksemda og sannana í dómsforsendum sem styðja dómsúrskurðinn en sleppa þar röksemdum og sönnunum sem mæla honum í mót. Lögmenn hafa sagt mér að með þessu brjóti dómarar lög. Hins vegar er augljóst að þau lög þurfa að vera mun skarpari og hafa meiri eftirköst séu þau brotin. Umfangsmikið dæmi um það hvernig lögmenn geti haft sem mest upp úr sér er að þeir geta ráðið því innan víðra marka hve dýrt dómsmálið, sem þeir eiga aðild að, verður með því að þenja það sem allra mest út. Þar af leiðandi ráða þeir miklu um hve mikið þeir fá í sinn hlut og einnig hve miklar tekjur lögmaður hins aðilans verða af málinu. Hvatningin í kerfinu er þannig að gera dómsmál sem dýrust. Þeir hafa um leið áhrif á hve mikil vinna dómara verður og þar með hve mikill kostnað-ur ríkisins verður. Þeir hafa þannig furðu frjálsan aðgang að ríkiskassanum. Þetta er nánar útskýrt á ýmsan hátt bæði í bók minni sem ber heitið Réttlæti hins sterka og einnig í fyrri greinaskrifum hér í Vísi. Hagsæld lögmanna af ofangreindu takmarkast reyndar að verulegu leyti við þá elstu og reyndustu sem hafa komið sér einna best fyrir á langri starfsævi, ekki síst þá sem hófu sinn starfsferil upp úr 1970. Lög og lagaumhverfi og þar með dómar og dómsúrskurðir miðast einkum við það þjóðfélag sem þá var enn við lýði en er nú að mestu horfið. Hinir eldri lögmenn kunna nánast eðlislægt betur á það en yngri lögmenn. Mér virðist þeir vera aðal talsmenn lögmanna og vilja af skiljanlegum ástæðum þagga niður alla umræðu um breytingar á því sem gerir þá betri en aðra. Í dómsmálum eins og í öðrum rekstri ríkir lögmál framboðs og eftirspurnar. Ofangreint kerfi leiðir til mikils kostnaðar og þar með til fækkunar mála þar sem almenningur hikar við að fara í mál en sættir sig frekar við orðinn hlut þótt það geti verið sárt að verða til dæmis fyrir miklu fjármunatapi. Ljóst er að hann hefur yfir-leitt ekki efni á því að taka á sig þann óheyrilega kostnað og þá miklu kostnaðaráhættu sem því fylgir. Þetta leiðir til þess að lítið er um hentug mál fyrir þá yngri í hópi lögmanna. Þeir verða annaðhvort að vinna hjá þeim eldri eða reyna að vinna sig upp af eigin rammleik megnið af starfsævinni sem ég held að hafi reynst mörgum erfitt. Einkum eru það hinir yngri lögmenn sem reka svokallaðar gjafsóknir, aðstoða hælisleitendur og fleira í þeim dúr sem grónir lögmenn líta helst ekki við vegna þess að tekjur eru bæði minni og óöruggari. Það sem virðist vera að er að „gullgrafarahugsun“ virðist hafa yfirtekið lögmenn. Hún byggist á því að þeir verði að óbreyttu kannski á endanum moldríkir þrátt fyrir að líkurnar á því séu ekki miklar. Staðan í dómsmálunum minnir á þá daga þegar eingöngu voru til fataverslanir fyrir fína fólkið sem lýst var svo vel í sjónvarpsþáttunum Matador og Húsbændur og hjú. Almenningur varð að nota heimasaumuð föt. Svo fóru smám saman að koma fataverslanir sem voru hugsaðar fyrir almenning. Núna eru vissulega til fataverslanir ætlaðar fyrir þá sem hafa dýran smekk en einnig alls konar aðrar verslanir með alla hugsanlega sérhæfingu og með allar hugsanlegar útfærslur og verð. Eitthvað í þá áttina þarf að gerast í dómskerfinu. Til þess að svo verði þarf að breyta lagaumhverfi dómsmála. Meðal annars þurfa allir, eða sem flestir, sérdómstólar að verða hluti af dómstólakerfinu sjálfu, á þann hátt að minnsta kosti að dómari sitji í forsæti. Samfara því þarf að straumlínulaga rekstur dómskerfisins í heild. Núverandi dómskerfi byggist í raun einungis á því að verið sé að reka stór mál og hefur beinlínis skellt í lás gagnvart öllum hugmyndum og raunverulegum möguleikum fyrir yngri lögmenn þannig að þeir komast illa að. Dómsmál á ekki að taka jafnvel einhver ár að ljúka þótt það þjóni hagsmunum einhverra lögmanna að vera að vinna í því dreift á langan tíma svo að þeir geti tekið nógu mörg mál að sér sem veldur fjölda manns skaða auk ríkisins. Lögmenn eiga að grafa gullgrafarahugsunina en fara á hinn bóginn í þá vinnu að gera lögmennskuna að alls konar starfi á sama hátt og dómarar eiga að fara að hugsa sig við stjórnvölinn við úrlausn miklu víðtækari málaflokka, sérstaklega mála sem standa almenningi nærri. Núna er til eitthvað sem kalla mætti vísi að einhverju í þessa átt. Ýmsir sérdómstólar með afmörkuð hlutverk hafa verið stofnaðir til þess sérstaklega að sinna almenningi. Það sýnir hins vegar stöðu almennings að ekki er einu sinni gætt að því að þeir séu óvilhallir samkvæmt venjulegum reglum þjóðfélagsins þannig að um leið er um að ræða tækifæri til þess að gera dómskerfið réttlátara og skilvirkara. Til dæmis er til sérdómstóll sem sinnir tryggingamálum. Í honum sitja fulltrúar tryggingafélaganna sjálfra. Í úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands, sem mest fjallar um ágreiningsmál lögmanna og svokallaðra skjólstæðinga þeirra, sitja ein-göngu lögmenn. Hjá Landlækni rannsaka læknar einir hugsanleg mistök annarra lækna. Margir blaða- og fréttamenn setja hreinlega kíkinn fyrir blinda augað hvað varðar vinnubrögð Alþingis (sem ekki eru pólitísk) og dómskerfisins. Ekki virðist vera vilji til að gagnrýna dóma og dómskerfi. Sé þörf á því að veita stjórnmálamönnum aðhald, sem allir eru sammála um að eigi að gera, hvers vegna er þá ekki þörf á að veita almennri lagasetningu Alþingis og dómskerfinu aðhald. Hið bága ástand þessara stofnana í lagasetningu og dómum má kannski einmitt rekja til þess að því vanti einmitt þetta aðhald. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun