Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Egill Aðalsteinsson Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar. Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar.
Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira