Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 13:03 Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð. Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til. Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Öryggi og varnir grundvöllurinn Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins. Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar. Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð. Enginn friður án réttlætis Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf. Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð. Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi. Barátta fyrir friði, gegn ofríki Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum. Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð. Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til. Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Öryggi og varnir grundvöllurinn Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins. Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar. Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð. Enginn friður án réttlætis Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf. Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð. Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi. Barátta fyrir friði, gegn ofríki Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum. Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun