Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 10:43 Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, er ómyrkur í máli um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu. Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu.
Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56