Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun