Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun