Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 08:32 Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% og nær þannig ekki tvöföldun. Meðal þess sem vakið hefur athygli varðandi niðurstöður könnunar Gallups í febrúar er að Guðrún mælist með meiri stuðning í Reykjavík en Áslaug sem þó er þingmaður Reykvíkinga. Þannig segjast 52% þeirra styðja Guðrúnu, sem er þingmaður Suðurkjördæmis, en 40% Áslaugu. Mögulega þarf þetta ekki að koma á óvart í ljósi þess að Áslaug fór frá því að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur kjördæmis suður niður í þriðja sæti í kosningunum í lok nóvember. Fleiri styðja Guðrúnu en Áslaugu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni samkvæmt könnuninni í febrúar. Mögulega kemur það ekki heldur á óvart enda er Guðrún í raun ákveðin tenging þar á milli og sameiningarafl í þeim efnum eins og víðar. Þannig er hún af landsbyggðinni, frá Hveragerði, en er á sama tíma ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu og verið með annan fótinn þar í gegnum tíðina vegna starfa sinna. Hún þekkir fyrir vikið vel til í báðum tilfellum. Miðað við könnunina hefur Guðrún meiri stuðnings á meðal kjósenda í fjórum af sex aldurshópum. Talsvert hefur verið gert úr því að Áslaug njóti meiri stuðnings á meðal yngri kjósenda en hins vegar dugir það vitanlega skammt ef það þýðir á móti minni stuðning á meðal flestra annarra aldurshópa. Eigi að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins þarf fleiri kjósendur en einungis þá sem yngri eru. Þvert á móti þarf að ná til sem flestra aldurshópa. Það gerir Guðrún Hafsteinsdóttir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% og nær þannig ekki tvöföldun. Meðal þess sem vakið hefur athygli varðandi niðurstöður könnunar Gallups í febrúar er að Guðrún mælist með meiri stuðning í Reykjavík en Áslaug sem þó er þingmaður Reykvíkinga. Þannig segjast 52% þeirra styðja Guðrúnu, sem er þingmaður Suðurkjördæmis, en 40% Áslaugu. Mögulega þarf þetta ekki að koma á óvart í ljósi þess að Áslaug fór frá því að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur kjördæmis suður niður í þriðja sæti í kosningunum í lok nóvember. Fleiri styðja Guðrúnu en Áslaugu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni samkvæmt könnuninni í febrúar. Mögulega kemur það ekki heldur á óvart enda er Guðrún í raun ákveðin tenging þar á milli og sameiningarafl í þeim efnum eins og víðar. Þannig er hún af landsbyggðinni, frá Hveragerði, en er á sama tíma ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu og verið með annan fótinn þar í gegnum tíðina vegna starfa sinna. Hún þekkir fyrir vikið vel til í báðum tilfellum. Miðað við könnunina hefur Guðrún meiri stuðnings á meðal kjósenda í fjórum af sex aldurshópum. Talsvert hefur verið gert úr því að Áslaug njóti meiri stuðnings á meðal yngri kjósenda en hins vegar dugir það vitanlega skammt ef það þýðir á móti minni stuðning á meðal flestra annarra aldurshópa. Eigi að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins þarf fleiri kjósendur en einungis þá sem yngri eru. Þvert á móti þarf að ná til sem flestra aldurshópa. Það gerir Guðrún Hafsteinsdóttir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar