Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda. Þessi misskilningur byggir á því að það sé hlutverk stjórnvalda að ákveða í hvaða félagi hver og einn er. Hvers vegna ætti stjórnvöldum að koma við í hvaða félagi hver og einn er, nema í þeim örfáu undantekningum að það leiði af eðli máls eins og á við t.d. um húsfélög? Þorsteinn hafi ekki erindi sem erfiði. Nútiminn var ekki kominn hjá einhverjum þingmanna, en líklega voru flestir þeirra karlar á þessum tíma. Þeir voru enn haldnir þeim ævaforna misskilningi að telja sig vita betur, þó telja verði það ólíklegt. Sama virðist enn eiga við. Nútiminn virðist ekki hafa komið við hjá þeim dómsmálaráðherrum sem hafa komið á eftir Þorsteini Pálssyni. Ekki veit ritari hvort nútíminn sé mættur hjá núverandi ráðherra, en telur rétt að gera ráð fyrir að svo sé. Þorsteinn Pálsson var á þessum tíma, þ.e. þegar hann lagði fram frumvarpið, dómsmálaráðherra og var einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi ríkisstjórn. Frá því að Þorsteinn Pálsson lauk störfum sem dómsmálaráðherra hafa verið tólf dómsmálaráðherrar, fyrir utan núverandi, og tíu þeirra verið úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað mikið um frelsi og gera það enn, samanber tilvitnun hér á eftir. Þrátt fyrir það tókst Þorsteini Pálssyni ekki að afnema helsi lögmanna og veita þeim frelsi. Virðist ekki hafa fengið stuðning til þess. Frelsið virðist vera meira í orði en á borði, a.m.k. hefur engin ráðherra á eftir Þorsteini Pálssyni sýnt í verki að frelsið skipti einhverju máli. Engin þeirra hefur a.m.k. reynt að afnema félagahelsi lögmanna, sama hvar í flokki þeir voru eða hvort þeir voru í flokki. Drottnunaráráttan virðist ná að kveða frelsishugsjónina í kútinn hjá öllum ráðherrunum, fyrir utan Þorstein Pálsson að sjálfsögðu. Það merkilega er að nú hafa þrír af fyrrum dómamálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp, ásamt einhverjum öðrum þingmönnum um félagafrelsi. Í frumvarpinu segir m.a.: „Rétturinn til að ganga í, stofna eða standa utan félaga er grundvallarréttur í hverju opnu lýðræðissamfélagi. Af þeim sökum er að finna í stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi og í alþjóðasáttmálum er einnig lögð sérstök áhersla á vernd þessara réttinda.“ Þetta er svipað og sagði í frumvarpi Þorsteins Pálssonar fyrir um aldarfjórðungi. Þetta er einnig svipað og ritari benti ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á. Nú eru fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og þá er eins og frelsisþráin vakni, en leggist í dvala þess á milli. Ritari benti bæði Jóni Gunnarssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þegar þau voru dómsmálaráðherrar, á þau ólög að kveða á um félagahelsi lögmanna í lögum, þegar það væri grundvallarréttur að standa utan félaga. Þá virtist félagafrelsið ekki vera sá grundvallarréttur sem þau tala nú um, jafnvel þó að slíkt væri í andstöðu við stjórnarskrá þá eins og nú. Ekki virðist hafa verið upp lokið fyrir nútímanum þó hann hafi knúið dyra og það a.m.k. tvisvar. Nú virðast þær dyr vera galopnar og það virðist vera mikilvægt að hleypa nútimanum inn. Einhvern veginn virðist drottnunaráráttan hafa verið yfirsterkari frelsisþránni þegar þau voru við stjórnvölinn vegna þess að þeim báðum virðist hafa þótt eðlilegt að stjórnvöld ákvæðu í hvaða félagi ritari væri, þó það væri gegn vilja hans og grundvallarrétti hans. Forræðishyggjan virðist oft vera nokkuð mikil þegar fólk er við stjórn, þó í orði sé hún oft fordæmd af sama fólki. Svo getur verið um verkfælni að ræða. Einnig getur verið að stjórnvöld telji forræðishyggjuna eðlilega. Predikarinn fjallaði um forræðishyggjuna og sagði m.a.: „……þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Verður ekki að telja að þetta eigi við enn í dag, einhverjum þúsundum árum seinna? Það er þessi óbilandi trú valdhafa að þeir séu að drottna yfir öðrum þeim til gæfu sem telja má stórhættulega, þar sem í raun eru þeir oft að drottna til ógæfu. Hlutverk þeirra er að þjóna, en þeir hafa líklega lítinn áhuga á því, eins og kom fram fyrir um tvö þúsund árum, samanber eftirfarandi: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar……“ Höfðingjarnir létu ritara kenna á valdi sínu og skylduðu hann til að vera í félagi með mönnum sem hann hefur engan áhuga á að vera í félagi með, svo lítið hefur breyst á tvö þúsund árum. Þetta gerðu höfðingjarnir þó þeir telji það nú til mannréttinda að standa utan félaga og engan megi skylda til að vera í félagi. Ef ritari þekkir rétt til þá yfirgaf Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og fór til fylgis við Viðreisn. Nú er dómsmálaráðherra úr Viðreisn og getur lokið því verki sem Þorsteinn Pálsson reyndi að ljúka fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist það verk í rúman aldarfjórðung, sem nú er talið innan flokksins teljast til mannréttinda, þ.e. að vera ekki að ráðskast með það í hvaða félagi fólk er. Hvernig má það vera? Er fólkið verkefnafælið? Er til önnur skýring, þegar það hefur haft rúman aldarfjórðung til verksins? Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver viðreisn verði í mannréttindunum, eða hvort mannréttindabrotin verði látin viðgangast. Svo getur verið að verkfælnin sé landlæg á Alþingi eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf þingið, eða drottnunaráráttan? Ritari veit ekkert um það, en vonar það besta. Orðin þreyttur á þessum vistarböndum stjórnvalda. Ef félagafrelsið væri afnumið mætti einnig afnema úrskurðarnefnd lögmanna, þar sem tilteknir lögmenn hafa lögsögu yfir félögum sínum og eiga að úrskurða í málum sem snúa að félögum þeirra. Ritari hefur aldrei skilið að nokkur fáist til að sitja í slíkri nefnd og fjalla um félaga sína, en stjórnlyndið ríður ekki við einteyming. Svo má efast um hæfi. Ekki er til úrskurðarnefnd smiða. Einnig mætti afnema tilgangslaust ákvæði um að skila áritun löggilts endurskoðanda um vörslureikninga. Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda. Þessi misskilningur byggir á því að það sé hlutverk stjórnvalda að ákveða í hvaða félagi hver og einn er. Hvers vegna ætti stjórnvöldum að koma við í hvaða félagi hver og einn er, nema í þeim örfáu undantekningum að það leiði af eðli máls eins og á við t.d. um húsfélög? Þorsteinn hafi ekki erindi sem erfiði. Nútiminn var ekki kominn hjá einhverjum þingmanna, en líklega voru flestir þeirra karlar á þessum tíma. Þeir voru enn haldnir þeim ævaforna misskilningi að telja sig vita betur, þó telja verði það ólíklegt. Sama virðist enn eiga við. Nútiminn virðist ekki hafa komið við hjá þeim dómsmálaráðherrum sem hafa komið á eftir Þorsteini Pálssyni. Ekki veit ritari hvort nútíminn sé mættur hjá núverandi ráðherra, en telur rétt að gera ráð fyrir að svo sé. Þorsteinn Pálsson var á þessum tíma, þ.e. þegar hann lagði fram frumvarpið, dómsmálaráðherra og var einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi ríkisstjórn. Frá því að Þorsteinn Pálsson lauk störfum sem dómsmálaráðherra hafa verið tólf dómsmálaráðherrar, fyrir utan núverandi, og tíu þeirra verið úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað mikið um frelsi og gera það enn, samanber tilvitnun hér á eftir. Þrátt fyrir það tókst Þorsteini Pálssyni ekki að afnema helsi lögmanna og veita þeim frelsi. Virðist ekki hafa fengið stuðning til þess. Frelsið virðist vera meira í orði en á borði, a.m.k. hefur engin ráðherra á eftir Þorsteini Pálssyni sýnt í verki að frelsið skipti einhverju máli. Engin þeirra hefur a.m.k. reynt að afnema félagahelsi lögmanna, sama hvar í flokki þeir voru eða hvort þeir voru í flokki. Drottnunaráráttan virðist ná að kveða frelsishugsjónina í kútinn hjá öllum ráðherrunum, fyrir utan Þorstein Pálsson að sjálfsögðu. Það merkilega er að nú hafa þrír af fyrrum dómamálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp, ásamt einhverjum öðrum þingmönnum um félagafrelsi. Í frumvarpinu segir m.a.: „Rétturinn til að ganga í, stofna eða standa utan félaga er grundvallarréttur í hverju opnu lýðræðissamfélagi. Af þeim sökum er að finna í stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi og í alþjóðasáttmálum er einnig lögð sérstök áhersla á vernd þessara réttinda.“ Þetta er svipað og sagði í frumvarpi Þorsteins Pálssonar fyrir um aldarfjórðungi. Þetta er einnig svipað og ritari benti ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á. Nú eru fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og þá er eins og frelsisþráin vakni, en leggist í dvala þess á milli. Ritari benti bæði Jóni Gunnarssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þegar þau voru dómsmálaráðherrar, á þau ólög að kveða á um félagahelsi lögmanna í lögum, þegar það væri grundvallarréttur að standa utan félaga. Þá virtist félagafrelsið ekki vera sá grundvallarréttur sem þau tala nú um, jafnvel þó að slíkt væri í andstöðu við stjórnarskrá þá eins og nú. Ekki virðist hafa verið upp lokið fyrir nútímanum þó hann hafi knúið dyra og það a.m.k. tvisvar. Nú virðast þær dyr vera galopnar og það virðist vera mikilvægt að hleypa nútimanum inn. Einhvern veginn virðist drottnunaráráttan hafa verið yfirsterkari frelsisþránni þegar þau voru við stjórnvölinn vegna þess að þeim báðum virðist hafa þótt eðlilegt að stjórnvöld ákvæðu í hvaða félagi ritari væri, þó það væri gegn vilja hans og grundvallarrétti hans. Forræðishyggjan virðist oft vera nokkuð mikil þegar fólk er við stjórn, þó í orði sé hún oft fordæmd af sama fólki. Svo getur verið um verkfælni að ræða. Einnig getur verið að stjórnvöld telji forræðishyggjuna eðlilega. Predikarinn fjallaði um forræðishyggjuna og sagði m.a.: „……þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Verður ekki að telja að þetta eigi við enn í dag, einhverjum þúsundum árum seinna? Það er þessi óbilandi trú valdhafa að þeir séu að drottna yfir öðrum þeim til gæfu sem telja má stórhættulega, þar sem í raun eru þeir oft að drottna til ógæfu. Hlutverk þeirra er að þjóna, en þeir hafa líklega lítinn áhuga á því, eins og kom fram fyrir um tvö þúsund árum, samanber eftirfarandi: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar……“ Höfðingjarnir létu ritara kenna á valdi sínu og skylduðu hann til að vera í félagi með mönnum sem hann hefur engan áhuga á að vera í félagi með, svo lítið hefur breyst á tvö þúsund árum. Þetta gerðu höfðingjarnir þó þeir telji það nú til mannréttinda að standa utan félaga og engan megi skylda til að vera í félagi. Ef ritari þekkir rétt til þá yfirgaf Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og fór til fylgis við Viðreisn. Nú er dómsmálaráðherra úr Viðreisn og getur lokið því verki sem Þorsteinn Pálsson reyndi að ljúka fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist það verk í rúman aldarfjórðung, sem nú er talið innan flokksins teljast til mannréttinda, þ.e. að vera ekki að ráðskast með það í hvaða félagi fólk er. Hvernig má það vera? Er fólkið verkefnafælið? Er til önnur skýring, þegar það hefur haft rúman aldarfjórðung til verksins? Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver viðreisn verði í mannréttindunum, eða hvort mannréttindabrotin verði látin viðgangast. Svo getur verið að verkfælnin sé landlæg á Alþingi eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf þingið, eða drottnunaráráttan? Ritari veit ekkert um það, en vonar það besta. Orðin þreyttur á þessum vistarböndum stjórnvalda. Ef félagafrelsið væri afnumið mætti einnig afnema úrskurðarnefnd lögmanna, þar sem tilteknir lögmenn hafa lögsögu yfir félögum sínum og eiga að úrskurða í málum sem snúa að félögum þeirra. Ritari hefur aldrei skilið að nokkur fáist til að sitja í slíkri nefnd og fjalla um félaga sína, en stjórnlyndið ríður ekki við einteyming. Svo má efast um hæfi. Ekki er til úrskurðarnefnd smiða. Einnig mætti afnema tilgangslaust ákvæði um að skila áritun löggilts endurskoðanda um vörslureikninga. Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun