Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 11:48 Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun