Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2025 09:25 Fischer og Spassky mættust í frægasta skákeinvígi sögunnar í Reykjavík árið 1972. Vísir/samsett mynd „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ Þessi voru orð skákmeistarans Friðriks Ólafssonar í Laugardælakirkjugarði fyrir sautján árum eftir að Boris Spasskí hafði spurt við gröf Bobby Fischers hvort laust pláss væri við hliðina. Skildu viðstaddir hann svo að þar vildi hann fá sinn hinsta hvílustað. Hinsta kveðja Spasskís til vinar síns Fischers í Laugardælakirkjugarði í mars árið 2008 þótti hjartnæm.Stöð 2/skjáskot „Er laust pláss við hliðina á honum?“ spurði Spasskí. Einhver sagðist þá ætla að kanna málið og annar svaraði Spasskí að honum lægi ekkert á. „Ég myndi vilja…- en ég vil ekkert vera að flýta mér,“ bætti Spasskí við sposkur, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá þessum degi: Hin hjartnæma athöfn að Laugardælum þann 11. mars árið 2008, þegar Spasskí lagði blómsveig að leiði Fischers, er hér rifjuð upp í tilefni andláts Spasskís, sem rússneska fréttastofan Tass skýrði frá í gær. Þegar Spasskí fór að gröfinni við Selfoss voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá andláti Fischers, sem lést í Reykjavík þann 17. janúar árið 2008. Fischer var jarðsettur í kyrrþey fjórum dögum síðar. Friðrik Ólafsson réttir Spasskí blómsveiginn sem lagður var á leiði Fischers.Stöð 2/skjáskot Eftir heimsmeistaraeinvígið árið 1972, einvígi aldarinnar, hafa nöfn Fischers og Spasskís ætíð verið spyrt saman. Aldrei áður hafði Reykjavík komist jafn rækilega í heimsfréttirnar. Umheimurinn leit ekki á bara á þetta sem einvígi tveggja einstaklinga heldur voru stórveldin tvö í kalda stríðinu að takast á. Friðrik Ólafsson í viðtali framan við Laugardælakirkju í marsmánuði 2008.Stöð 2/skjáskot Svo dramatískt þótti einvígið að það varð uppspretta frægra sviðsverka og bíómynda auk fjölda bóka. Söngleikurinn Chess er byggður á því, sömuleiðis kvikmyndin Pawn Sacrifice, þar sem Toby Maguire lék Fischer, og fyrir fimm árum var nýtt leikrit um einvígið frumsýnt í London, eins og fjallað er um hér: Eflaust hafa margir álitið að þeir Fischer og Spasskí hlytu að hafa verið svarnir óvinir. Þau hlýju minningarorð sem Spasskí flutti yfir gröf Fischers á Íslandi árið 2008 segja aðra sögu: Legsteinn Bobby Fischers í Laugardælakirkjugarði við Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bobby, andi þinn hefur fundið frið. Þú gerðir mjög margt fyrir skákina. Mér varstu afar góður maður… og ég var heppinn að vera vinur þinn. Megir þú hvíla í friði. Hafðu þökk fyrir hérvist þína. Guð blessi þig. Friður veri með þér. Vertu sæll.“ Með Spasský voru einnig skákmeistararnir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko, Friðrik Ólafsson og séra William Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972. Séra Lombardy leiddi minningarstundina að Laugardælum.Stöð 2/skjáskot Það var sömuleiðis áhrifaríkt fyrir þá sem fylgdust með í kirkjugarðinum að sjá Spasskí einan við gröf Fischers. Hann beygði sig niður að leiðinu, snyrti það og dustaði snjó af blómum. Var greinilegt að hann komst við þegar hann kvaddi vin sinn í einrúmi. Spasskí átti stund í einrúmi við gröf Fischers.Stöð 2/skjáskot Skák Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Flóahreppur Andlát Rússland Kirkjugarðar Tengdar fréttir Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Eins söguleg og skáldsaga getur orðið „Þetta einvígi lifir með þjóðinni og mun gera það áfram,“ segir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalif og rithöfundur. 6. júlí 2024 07:00 Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28. október 2022 20:08 Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki. 5. apríl 2022 18:36 Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. 2. nóvember 2020 22:12 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Þessi voru orð skákmeistarans Friðriks Ólafssonar í Laugardælakirkjugarði fyrir sautján árum eftir að Boris Spasskí hafði spurt við gröf Bobby Fischers hvort laust pláss væri við hliðina. Skildu viðstaddir hann svo að þar vildi hann fá sinn hinsta hvílustað. Hinsta kveðja Spasskís til vinar síns Fischers í Laugardælakirkjugarði í mars árið 2008 þótti hjartnæm.Stöð 2/skjáskot „Er laust pláss við hliðina á honum?“ spurði Spasskí. Einhver sagðist þá ætla að kanna málið og annar svaraði Spasskí að honum lægi ekkert á. „Ég myndi vilja…- en ég vil ekkert vera að flýta mér,“ bætti Spasskí við sposkur, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá þessum degi: Hin hjartnæma athöfn að Laugardælum þann 11. mars árið 2008, þegar Spasskí lagði blómsveig að leiði Fischers, er hér rifjuð upp í tilefni andláts Spasskís, sem rússneska fréttastofan Tass skýrði frá í gær. Þegar Spasskí fór að gröfinni við Selfoss voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá andláti Fischers, sem lést í Reykjavík þann 17. janúar árið 2008. Fischer var jarðsettur í kyrrþey fjórum dögum síðar. Friðrik Ólafsson réttir Spasskí blómsveiginn sem lagður var á leiði Fischers.Stöð 2/skjáskot Eftir heimsmeistaraeinvígið árið 1972, einvígi aldarinnar, hafa nöfn Fischers og Spasskís ætíð verið spyrt saman. Aldrei áður hafði Reykjavík komist jafn rækilega í heimsfréttirnar. Umheimurinn leit ekki á bara á þetta sem einvígi tveggja einstaklinga heldur voru stórveldin tvö í kalda stríðinu að takast á. Friðrik Ólafsson í viðtali framan við Laugardælakirkju í marsmánuði 2008.Stöð 2/skjáskot Svo dramatískt þótti einvígið að það varð uppspretta frægra sviðsverka og bíómynda auk fjölda bóka. Söngleikurinn Chess er byggður á því, sömuleiðis kvikmyndin Pawn Sacrifice, þar sem Toby Maguire lék Fischer, og fyrir fimm árum var nýtt leikrit um einvígið frumsýnt í London, eins og fjallað er um hér: Eflaust hafa margir álitið að þeir Fischer og Spasskí hlytu að hafa verið svarnir óvinir. Þau hlýju minningarorð sem Spasskí flutti yfir gröf Fischers á Íslandi árið 2008 segja aðra sögu: Legsteinn Bobby Fischers í Laugardælakirkjugarði við Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bobby, andi þinn hefur fundið frið. Þú gerðir mjög margt fyrir skákina. Mér varstu afar góður maður… og ég var heppinn að vera vinur þinn. Megir þú hvíla í friði. Hafðu þökk fyrir hérvist þína. Guð blessi þig. Friður veri með þér. Vertu sæll.“ Með Spasský voru einnig skákmeistararnir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko, Friðrik Ólafsson og séra William Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972. Séra Lombardy leiddi minningarstundina að Laugardælum.Stöð 2/skjáskot Það var sömuleiðis áhrifaríkt fyrir þá sem fylgdust með í kirkjugarðinum að sjá Spasskí einan við gröf Fischers. Hann beygði sig niður að leiðinu, snyrti það og dustaði snjó af blómum. Var greinilegt að hann komst við þegar hann kvaddi vin sinn í einrúmi. Spasskí átti stund í einrúmi við gröf Fischers.Stöð 2/skjáskot
Skák Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Flóahreppur Andlát Rússland Kirkjugarðar Tengdar fréttir Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Eins söguleg og skáldsaga getur orðið „Þetta einvígi lifir með þjóðinni og mun gera það áfram,“ segir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalif og rithöfundur. 6. júlí 2024 07:00 Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28. október 2022 20:08 Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki. 5. apríl 2022 18:36 Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. 2. nóvember 2020 22:12 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00
Eins söguleg og skáldsaga getur orðið „Þetta einvígi lifir með þjóðinni og mun gera það áfram,“ segir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalif og rithöfundur. 6. júlí 2024 07:00
Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28. október 2022 20:08
Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki. 5. apríl 2022 18:36
Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. 2. nóvember 2020 22:12
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30