Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifa 1. mars 2025 08:02 Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun