Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 14:01 Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun