„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Aron Guðmundsson skrifar 1. mars 2025 08:02 Þórir Hergeirsson er nú að feta sín fyrstu skref í nýjum veruleika eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir afar sigursæla tíma. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill. Þórir er hér á landi þessa dagana og mun þessi sigursæli þjálfari ausa úr viskubrunni sínum í fyrirlestrum í samstarfi við HSÍ og Arion Banka núna klukkan tíu í höfuðstöðvum bankans. „Ég ætla nú bara að deila því sem ég hef verið að vinna í. Sérstaklega í sambandi við afreksstefnu og starf,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. „Hvernig það hefur verið nálgast hjá kvennalandsliðinu sem ég þekki best í Noregi. Svo kannski eitthvað bland af fagi og þessu ferðalagi. Sem stóð yfir í þrjátíu ár. Fyrst með yngri landslið, svo teymi A-landsliðs kvenna og svo sem landsliðsþjálfari frá 2009. Stikla á stóru. Maður getur ekki farið í algjör smáatriði en þó mikilvæga þætti, áherslur og atriði sem við höfum unnið mikið með. Sérstaklega í sambandi við afreksstarfið.“ Rankaði við sér horfandi á þrjá leiki samtímis Eins og kunnugt er lét Selfyssingurinn af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir síðasta Evrópumót þar sem að liðið vann sín elleftu gullverðlaun undir hans stjórn. Þórir er að aðlagast veruleikanum utan landsliðsþjálfarastarfsins. Það gengur upp og ofan. „Ég uppgötvaði það allt í einu í byrjun janúar að ég sat fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og Ipadinn og þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni í gangi í einu eins og ég væri enn í starfinu. Þá fór ég að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera. „Þú þarft ekkert að gera þetta“ en ég fylgist með. Er ekkert hættur alveg í handbolta.“ Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn.EPA/Liselotte Sabroe Hefur þetta verið eins og þú vonaðist eftir eða bjóst við? Hefur þetta að einhverju leiti verið skrítið? „Eiginlega alveg eins og maður sá fyrir sér en maður á eftir að finna svolítið meira fyrir þessu þegar að það koma landsliðsvikur eins og í næstu viku. Þegar liðið fer að spila leiki og umfjöllunin verður meiri. Ég ætla bara að sökkva mér í einhver önnur verkefni þannig að maður nái að dreifa athyglinni eitthvað annað.“ Segir hvorki af eða á Hann kemur til með að taka sér árið í að sjá hvort þjálfunin kalli enn til hans. „Ég er alveg harðákveðinn í því að vera fyrir utan topphandbolta þetta árið. Leyfa því og finna svolítið hvort þjálfunin togi enn í mann. Hvort það sé enn svo ríkt í manni að maður haldi áfram með það. Ég ætla að gefa því séns. Ég er búinn að þjálfa síðan að ég var heima á Selfossi fyrir einhverjum fjörutíu og fimm árum síðan. Ég er í þjálfarateymi með stráka á 16-17 ára aldri nálægt mér þar sem að ég bý í Bryne og Nærbø. Það heldur manni aðeins inn í þessu. Það er gaman að vinna með ungum strákum sem hafa metnað og eru ákafir í þessu og vilja læra. Ég mun ekki taka við neinu toppliði núna í einhvern tíma til þess að finna aðeins hvort það sé það sem maður vilji á endanum gera þar til maður getur ekki gert neitt annað. Ég ætla að gefa því smá tíma.“ Þórir Hergeirsson á hliðarlínunniEPA-EFE/MAX SLOVENCIK Gæti verið að þjálfarastarfið hjá norska kvennalandsliðinu hafi verið hans síðasta? „Ég ætla nú ekkert að segja af eða á varðandi það. Ég ætla bara að gefa þessu tíma. Aðeins að finna þetta, hvort þetta sé enn svo mikilvægur hluti af mér. Það getur vel verið. Ég er alls ekkert hættur að vinna. Nú ætla ég bara að vera í einhverju öðru í einhvern tíma og leyfa tímanum að leiða í ljós hvað sé rétt í þessu.“ Árangur Þóris með norska kvennalandsliðið er magnaðurVísir/Sara Áhuginn á hans kröftum er hins vegar mikill og hefur verið stöðugur í gegnum tíðina. „Ef þú spyrð ekki þá veistu aldrei hvert svarið er. Ég skil það vel og það er ekkert mál. Það hafa margir haft samband og spurt en eins og ég segi hér ætla ég að gefa þessu svolítinn tíma. Þetta hefur verið svo mikið og ákaft lengi að það er í lagi að stíga aðeins til hliðar og finna út úr þessu.“ Íslendingar erlendis Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Þórir er hér á landi þessa dagana og mun þessi sigursæli þjálfari ausa úr viskubrunni sínum í fyrirlestrum í samstarfi við HSÍ og Arion Banka núna klukkan tíu í höfuðstöðvum bankans. „Ég ætla nú bara að deila því sem ég hef verið að vinna í. Sérstaklega í sambandi við afreksstefnu og starf,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. „Hvernig það hefur verið nálgast hjá kvennalandsliðinu sem ég þekki best í Noregi. Svo kannski eitthvað bland af fagi og þessu ferðalagi. Sem stóð yfir í þrjátíu ár. Fyrst með yngri landslið, svo teymi A-landsliðs kvenna og svo sem landsliðsþjálfari frá 2009. Stikla á stóru. Maður getur ekki farið í algjör smáatriði en þó mikilvæga þætti, áherslur og atriði sem við höfum unnið mikið með. Sérstaklega í sambandi við afreksstarfið.“ Rankaði við sér horfandi á þrjá leiki samtímis Eins og kunnugt er lét Selfyssingurinn af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir síðasta Evrópumót þar sem að liðið vann sín elleftu gullverðlaun undir hans stjórn. Þórir er að aðlagast veruleikanum utan landsliðsþjálfarastarfsins. Það gengur upp og ofan. „Ég uppgötvaði það allt í einu í byrjun janúar að ég sat fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og Ipadinn og þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni í gangi í einu eins og ég væri enn í starfinu. Þá fór ég að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera. „Þú þarft ekkert að gera þetta“ en ég fylgist með. Er ekkert hættur alveg í handbolta.“ Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn.EPA/Liselotte Sabroe Hefur þetta verið eins og þú vonaðist eftir eða bjóst við? Hefur þetta að einhverju leiti verið skrítið? „Eiginlega alveg eins og maður sá fyrir sér en maður á eftir að finna svolítið meira fyrir þessu þegar að það koma landsliðsvikur eins og í næstu viku. Þegar liðið fer að spila leiki og umfjöllunin verður meiri. Ég ætla bara að sökkva mér í einhver önnur verkefni þannig að maður nái að dreifa athyglinni eitthvað annað.“ Segir hvorki af eða á Hann kemur til með að taka sér árið í að sjá hvort þjálfunin kalli enn til hans. „Ég er alveg harðákveðinn í því að vera fyrir utan topphandbolta þetta árið. Leyfa því og finna svolítið hvort þjálfunin togi enn í mann. Hvort það sé enn svo ríkt í manni að maður haldi áfram með það. Ég ætla að gefa því séns. Ég er búinn að þjálfa síðan að ég var heima á Selfossi fyrir einhverjum fjörutíu og fimm árum síðan. Ég er í þjálfarateymi með stráka á 16-17 ára aldri nálægt mér þar sem að ég bý í Bryne og Nærbø. Það heldur manni aðeins inn í þessu. Það er gaman að vinna með ungum strákum sem hafa metnað og eru ákafir í þessu og vilja læra. Ég mun ekki taka við neinu toppliði núna í einhvern tíma til þess að finna aðeins hvort það sé það sem maður vilji á endanum gera þar til maður getur ekki gert neitt annað. Ég ætla að gefa því smá tíma.“ Þórir Hergeirsson á hliðarlínunniEPA-EFE/MAX SLOVENCIK Gæti verið að þjálfarastarfið hjá norska kvennalandsliðinu hafi verið hans síðasta? „Ég ætla nú ekkert að segja af eða á varðandi það. Ég ætla bara að gefa þessu tíma. Aðeins að finna þetta, hvort þetta sé enn svo mikilvægur hluti af mér. Það getur vel verið. Ég er alls ekkert hættur að vinna. Nú ætla ég bara að vera í einhverju öðru í einhvern tíma og leyfa tímanum að leiða í ljós hvað sé rétt í þessu.“ Árangur Þóris með norska kvennalandsliðið er magnaðurVísir/Sara Áhuginn á hans kröftum er hins vegar mikill og hefur verið stöðugur í gegnum tíðina. „Ef þú spyrð ekki þá veistu aldrei hvert svarið er. Ég skil það vel og það er ekkert mál. Það hafa margir haft samband og spurt en eins og ég segi hér ætla ég að gefa þessu svolítinn tíma. Þetta hefur verið svo mikið og ákaft lengi að það er í lagi að stíga aðeins til hliðar og finna út úr þessu.“
Íslendingar erlendis Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira