Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekar stuðning Íslands við Úkraínu eftir erfiðan fund Úkraínuforseta í Washington. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira
Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira