Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekar stuðning Íslands við Úkraínu eftir erfiðan fund Úkraínuforseta í Washington. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira