Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 23:21 Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að tjá Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta stuðning sinn eftir erfiðan fund hans í Washington. Vísir/Samsett Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Úkraínu og Vólódímír Selenskí forseta eftir fund hans með Bandaríkjaforseta og varaforseta. Á fundinum helltu Donald Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjunum fjórvegis fyrir stuðning sinn í færslu á samfélagsmiðlum og virðist hafa tekið ávítur Trumps um vanþakklæti til sín en hann hefur þakkað hátt í þrátíu þjóðarleiðtogum persónulega fyrir stuðningsyfirlýsingar sínar. Ísland stendur með Úkraínu Hér heima hafa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tjáð sig á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla og undirstrikað áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að það hefði verið sorglegt að horfa upp á fundinn. Sjá einnig: „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ sagði hún meðal annars. Kristrún Frostadóttir birti einnig færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Ísland ekki munu gefast upp á Úkraínu og hét Selenskí stuðning sinn. Norðurlönd standa með Úkraínu Sami tónn er í ráðamönnum á Norðurlöndunum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir Danmörku standa stolta með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur skrifaði einnig færslu á Facebook en hann horfði á fundinn ásamt embættisbróður sínum í Færeyjum Høgna Hoydal en þar er hann staddur á fundi. „Og ég held í sannleika sagt að við höfum verið jafnþrumulostnir. Þetta er högg í þindina fyrir Úkraínu og þetta var alls ekki það sem við þurftum á að halda akkúrat núna,“ skrifaði hann meðal annars. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði að það sem hann sá í Hvíta húsinu í dag hafi verið alvarlegt og niðurdrepandi í senn. Úkraína þurfi enn á stuðningi Bandaríkjanna að halda. Þetta er meðal þess sem hann skrifaði á Facebook-síðu sinni. Noregur standi með Úkraínu í frelsisbaráttu þeirra. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng. „Svíþjóð stendur með Úkraínu. Þið berjist ekki aðeins fyrir ykkar frelsi heldur einnig Evrópu allrar. Slava Ukraini!“ skrifar hann á samfélagsmiðlinum X. Evrópa stendur með Úkraínu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðs og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, birtu öll sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum bæði á úkraínsku og ensku. „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus. Þú stendur aldrei einn, kæri Selenskí forseti,“ skrifa þau meðal annars og segjast munu halda áfram að vinna með honum að réttlátum og varanlegum friði. Your dignity honors the bravery of the Ukrainian people.Be strong, be brave, be fearless. You are never alone, dear President @ZelenskyyUa.We will continue working with you for a just and lasting peace.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 28, 2025 Í samtali við fréttastofu vakti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra athygli á ummælum Köju Kallas en hún er utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Ummælin eru afdráttarlaus og til marks um hve alvarlega evrópskir ráðamenn taka stöðunni sem upp er komin, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Það er upp á okkur Evrópumenn komið að taka þessari áskorun,“ skrifar hún en Bandaríkjaforsetar kalla sig gjarnan leiðtoga hins frjálsa heims. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar út eftir fundinn en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ræddi hann við bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í kvöld. Í skriflegu svari við fyrirspurn breska ríkisútvarpsins segir að Starmer hafi ítrekað óhaggandi stuðning Bretlands við Úkraínu og að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði með fullveldi og öryggi Úkraínu að leiðarljósi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Rússa vera árásaraðilann og Úkraínumenn þá sem ráðist er á. Hann ræddi við blaðamenn í kjölfar fundarins en hann er staddur í Portúgal.Hann sagði að það væri mikilvægt að sýna þeim virðingu sem barist hafa frá upphafi fyrir virðingu sinni, réttindum og öryggi í Evrópu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir Þýskaland og Evrópu alla standa með Úkraínu. „Úkraína getur stólað á óhaggandi stuðning frá Þýskalandi, Evrópu og víðar að. Vörn þeirra á lýðræði og barátta þeirra fyrir friði og öryggi er okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðlum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar segir Spán einnig standa með Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum. Þakkar Trump fyrir hugrekki sitt Ekki eru þó allir á eitt hneykslaðir á framkomu Bandaríkjaforseta og annar tónn heyrðist, kannski fyrirsjáanlega, í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta og stuðningsmaður Pútíns til margra ára. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum. Strong men make peace, weak men make war.Today President @realDonaldTrump stood bravely for peace. Even if it was difficult for many to digest. Thank you, Mr. President!— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) February 28, 2025 Þannig þakkar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Trump fyrir að hafa haft hugrekkið til að standa með friði. Hann segir veiklynda menn stunda stríðsrekstur en sterka semja um frið. „Í dag stóð Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir friði af hugrekki. Jafnvel þó að það hafi reynst mörgum erfitt að melta. Þakka þér, herra forseti!“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlum. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Tengdar fréttir „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
Á fundinum helltu Donald Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjunum fjórvegis fyrir stuðning sinn í færslu á samfélagsmiðlum og virðist hafa tekið ávítur Trumps um vanþakklæti til sín en hann hefur þakkað hátt í þrátíu þjóðarleiðtogum persónulega fyrir stuðningsyfirlýsingar sínar. Ísland stendur með Úkraínu Hér heima hafa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tjáð sig á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla og undirstrikað áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að það hefði verið sorglegt að horfa upp á fundinn. Sjá einnig: „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ sagði hún meðal annars. Kristrún Frostadóttir birti einnig færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Ísland ekki munu gefast upp á Úkraínu og hét Selenskí stuðning sinn. Norðurlönd standa með Úkraínu Sami tónn er í ráðamönnum á Norðurlöndunum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir Danmörku standa stolta með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur skrifaði einnig færslu á Facebook en hann horfði á fundinn ásamt embættisbróður sínum í Færeyjum Høgna Hoydal en þar er hann staddur á fundi. „Og ég held í sannleika sagt að við höfum verið jafnþrumulostnir. Þetta er högg í þindina fyrir Úkraínu og þetta var alls ekki það sem við þurftum á að halda akkúrat núna,“ skrifaði hann meðal annars. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði að það sem hann sá í Hvíta húsinu í dag hafi verið alvarlegt og niðurdrepandi í senn. Úkraína þurfi enn á stuðningi Bandaríkjanna að halda. Þetta er meðal þess sem hann skrifaði á Facebook-síðu sinni. Noregur standi með Úkraínu í frelsisbaráttu þeirra. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng. „Svíþjóð stendur með Úkraínu. Þið berjist ekki aðeins fyrir ykkar frelsi heldur einnig Evrópu allrar. Slava Ukraini!“ skrifar hann á samfélagsmiðlinum X. Evrópa stendur með Úkraínu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðs og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, birtu öll sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum bæði á úkraínsku og ensku. „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus. Þú stendur aldrei einn, kæri Selenskí forseti,“ skrifa þau meðal annars og segjast munu halda áfram að vinna með honum að réttlátum og varanlegum friði. Your dignity honors the bravery of the Ukrainian people.Be strong, be brave, be fearless. You are never alone, dear President @ZelenskyyUa.We will continue working with you for a just and lasting peace.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 28, 2025 Í samtali við fréttastofu vakti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra athygli á ummælum Köju Kallas en hún er utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Ummælin eru afdráttarlaus og til marks um hve alvarlega evrópskir ráðamenn taka stöðunni sem upp er komin, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Það er upp á okkur Evrópumenn komið að taka þessari áskorun,“ skrifar hún en Bandaríkjaforsetar kalla sig gjarnan leiðtoga hins frjálsa heims. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar út eftir fundinn en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ræddi hann við bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í kvöld. Í skriflegu svari við fyrirspurn breska ríkisútvarpsins segir að Starmer hafi ítrekað óhaggandi stuðning Bretlands við Úkraínu og að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði með fullveldi og öryggi Úkraínu að leiðarljósi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Rússa vera árásaraðilann og Úkraínumenn þá sem ráðist er á. Hann ræddi við blaðamenn í kjölfar fundarins en hann er staddur í Portúgal.Hann sagði að það væri mikilvægt að sýna þeim virðingu sem barist hafa frá upphafi fyrir virðingu sinni, réttindum og öryggi í Evrópu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir Þýskaland og Evrópu alla standa með Úkraínu. „Úkraína getur stólað á óhaggandi stuðning frá Þýskalandi, Evrópu og víðar að. Vörn þeirra á lýðræði og barátta þeirra fyrir friði og öryggi er okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðlum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar segir Spán einnig standa með Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum. Þakkar Trump fyrir hugrekki sitt Ekki eru þó allir á eitt hneykslaðir á framkomu Bandaríkjaforseta og annar tónn heyrðist, kannski fyrirsjáanlega, í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta og stuðningsmaður Pútíns til margra ára. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum. Strong men make peace, weak men make war.Today President @realDonaldTrump stood bravely for peace. Even if it was difficult for many to digest. Thank you, Mr. President!— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) February 28, 2025 Þannig þakkar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Trump fyrir að hafa haft hugrekkið til að standa með friði. Hann segir veiklynda menn stunda stríðsrekstur en sterka semja um frið. „Í dag stóð Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir friði af hugrekki. Jafnvel þó að það hafi reynst mörgum erfitt að melta. Þakka þér, herra forseti!“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlum.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Tengdar fréttir „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52
Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55