Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. mars 2025 21:43 Flugvöllurinn á Ísafirði. Vísir/Einar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira