Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að stofna þverpólitíska öryggis- og varnamálanefnd. Vísir Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira