Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar 6. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands (HÍ) er vanfjármagnaður. Fjárframlagið til hans er um þriðjungi minna en meðaltal háskóla á Norðurlöndunum, þar sem starfsemi og verðlag er svipað. Fyrri ríkisstjórnir hafa haft þetta viðmið sem langtímamarkmið en eins og staðan er náum við ekki einu sinni meðaltali OECD. Fjármögnun háskóla bar ekki á góma í umræðu í aðdraganda síðustu kosninga og er ekki að finna í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Skilningur hennar á vanda HÍ og metnaður í málefnum hans mun koma í ljós þegar hulunni verður svipt af fjármálaáætlun næstu fimm ára. Fjárhagsvandi HÍ er ekki eins áberandi og langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu eða holur í vegakerfinu. Reisuleg og traustvekjandi Aðalbygging HÍ blasir við og skólinn heldur snurðulaust áfram að brautskrá nemendur. Þar er sannarlega unnt að gleðjast yfir ýmsu, bæði á vettvangi kennslu og rannsókna. Fjárskorturinn er samt raunverulegur og hefur mikil áhrif á starfsemina. Stöðug krafa um hagræðingu og sparnað skerðir þjónustu við nemendur og rýrir gæði námsins. Vanmönnun eykur álag og dregur úr starfsánægju starfsfólks. Nýtum dýrmæta þekkingu og sköpunarkraft Á sama tíma og grunnfjárveiting HÍ er skorin við nögl hefur verið dregið úr framlagi til opinberra rannsóknasjóða, en rannsóknastyrkir eru forsenda öflugra rannsókna innan HÍ. Slíkir styrkir greiða laun framhaldsnema og nýdoktora sem koma að rannsóknum. Úthlutunarhlutfallið hjá Rannsóknasjóði er komið niður í 17% og við þær aðstæður er verkefnum með hæstu einkunn hafnað. Það er þyngra en tárum taki að sjá unga fólkinu, sem er að hefja sinn feril sem sjálfstæðir rannsakendur, neitað um styrki þrátt fyrir háa einkunn. Enn eitt ár að baki og óvissa um áframhaldið. Þetta fólk hefur yfirleitt lagt í langtímanám erlendis og starfað sem nýdoktorar, oft í virtustu háskólunum. Það hefur verið styrkur okkar að margir af okkar bestu nemendum sækja nám erlendis, kynnast nýjustu rannsóknasviðunum og koma síðan heim með þessa dýrmætu þekkingu. Það er sannarlega dapurlegt þegar slíkir sprotar finna ekki frjóan jarðveg. Af mikilli framsýni og dugnaði er búið að fjárfesta í húsnæði, innviðum og mannauði HÍ. Þetta er fastakostnaður. Aftur á móti er sköpunarkrafturinn sem þar býr vannýttur á meðan fjármagn til rannsókna er af skornum skammti. Það er eins og að nota einungis fyrstu tvo gírana á mótorhjólinu. Að skerða framlög til HÍ og opinberra samkeppnissjóða í sparnaðarskyni er að spara aurinn og kasta krónunni. Magnús Karl skarar fram úr Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt fyrir HÍ að eiga sér öflugan leiðtoga. Nú stöndum við frammi fyrir rektorskjöri og að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég Magnús Karl Magnússon skara fram úr. Hann brennur fyrir málefnum HÍ og hefur um árabil haldið merki kennslu og vísinda á lofti í fjölmiðlum. HÍ þarf einmitt sterkan málsvara. Ekki einungis til að biðla til stjórnmálamanna, heldur einnig að eiga hreinskiptið og uppbyggilegt samtal við almenning, eins og Magnús Karl hefur sjálfur bent á. Það er þjóðin sem ákveður hvernig háskóla hún vill eiga. Magnús Karl hefur víðtæka reynslu í meginþáttum starfsemi HÍ, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hann hefur fengið lof fyrir kennslu í grunnámi og hefur leiðbeint doktorsnemum. Magnús Karl er öflugur vísindamaður og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti læknadeildar. Það hefur verið ánægjulegt að sjá Magnús Karl sitja fyrir svörum á framboðsfundum því reynsla hans og skilningur á starfsemi og áskorunum HÍ hefur leitt til skjótra og skýrra svara. Svörin eru ekki alltaf þau sem fólk vonast eftir, því Magnús Karl hefur sterka réttlætiskennd og ber hag allra fyrir brjósti. Sýn hans er skýr og grundvallast á þeim göfugu gildum sem hann hefur að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að Magnús Karl mun leggja allt sitt af mörkum til að efla HÍ enn frekar að gæðum, vegsauka og virðingu. Ég styð framboð hans af heilum hug. Höfundur er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands (HÍ) er vanfjármagnaður. Fjárframlagið til hans er um þriðjungi minna en meðaltal háskóla á Norðurlöndunum, þar sem starfsemi og verðlag er svipað. Fyrri ríkisstjórnir hafa haft þetta viðmið sem langtímamarkmið en eins og staðan er náum við ekki einu sinni meðaltali OECD. Fjármögnun háskóla bar ekki á góma í umræðu í aðdraganda síðustu kosninga og er ekki að finna í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Skilningur hennar á vanda HÍ og metnaður í málefnum hans mun koma í ljós þegar hulunni verður svipt af fjármálaáætlun næstu fimm ára. Fjárhagsvandi HÍ er ekki eins áberandi og langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu eða holur í vegakerfinu. Reisuleg og traustvekjandi Aðalbygging HÍ blasir við og skólinn heldur snurðulaust áfram að brautskrá nemendur. Þar er sannarlega unnt að gleðjast yfir ýmsu, bæði á vettvangi kennslu og rannsókna. Fjárskorturinn er samt raunverulegur og hefur mikil áhrif á starfsemina. Stöðug krafa um hagræðingu og sparnað skerðir þjónustu við nemendur og rýrir gæði námsins. Vanmönnun eykur álag og dregur úr starfsánægju starfsfólks. Nýtum dýrmæta þekkingu og sköpunarkraft Á sama tíma og grunnfjárveiting HÍ er skorin við nögl hefur verið dregið úr framlagi til opinberra rannsóknasjóða, en rannsóknastyrkir eru forsenda öflugra rannsókna innan HÍ. Slíkir styrkir greiða laun framhaldsnema og nýdoktora sem koma að rannsóknum. Úthlutunarhlutfallið hjá Rannsóknasjóði er komið niður í 17% og við þær aðstæður er verkefnum með hæstu einkunn hafnað. Það er þyngra en tárum taki að sjá unga fólkinu, sem er að hefja sinn feril sem sjálfstæðir rannsakendur, neitað um styrki þrátt fyrir háa einkunn. Enn eitt ár að baki og óvissa um áframhaldið. Þetta fólk hefur yfirleitt lagt í langtímanám erlendis og starfað sem nýdoktorar, oft í virtustu háskólunum. Það hefur verið styrkur okkar að margir af okkar bestu nemendum sækja nám erlendis, kynnast nýjustu rannsóknasviðunum og koma síðan heim með þessa dýrmætu þekkingu. Það er sannarlega dapurlegt þegar slíkir sprotar finna ekki frjóan jarðveg. Af mikilli framsýni og dugnaði er búið að fjárfesta í húsnæði, innviðum og mannauði HÍ. Þetta er fastakostnaður. Aftur á móti er sköpunarkrafturinn sem þar býr vannýttur á meðan fjármagn til rannsókna er af skornum skammti. Það er eins og að nota einungis fyrstu tvo gírana á mótorhjólinu. Að skerða framlög til HÍ og opinberra samkeppnissjóða í sparnaðarskyni er að spara aurinn og kasta krónunni. Magnús Karl skarar fram úr Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt fyrir HÍ að eiga sér öflugan leiðtoga. Nú stöndum við frammi fyrir rektorskjöri og að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég Magnús Karl Magnússon skara fram úr. Hann brennur fyrir málefnum HÍ og hefur um árabil haldið merki kennslu og vísinda á lofti í fjölmiðlum. HÍ þarf einmitt sterkan málsvara. Ekki einungis til að biðla til stjórnmálamanna, heldur einnig að eiga hreinskiptið og uppbyggilegt samtal við almenning, eins og Magnús Karl hefur sjálfur bent á. Það er þjóðin sem ákveður hvernig háskóla hún vill eiga. Magnús Karl hefur víðtæka reynslu í meginþáttum starfsemi HÍ, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hann hefur fengið lof fyrir kennslu í grunnámi og hefur leiðbeint doktorsnemum. Magnús Karl er öflugur vísindamaður og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti læknadeildar. Það hefur verið ánægjulegt að sjá Magnús Karl sitja fyrir svörum á framboðsfundum því reynsla hans og skilningur á starfsemi og áskorunum HÍ hefur leitt til skjótra og skýrra svara. Svörin eru ekki alltaf þau sem fólk vonast eftir, því Magnús Karl hefur sterka réttlætiskennd og ber hag allra fyrir brjósti. Sýn hans er skýr og grundvallast á þeim göfugu gildum sem hann hefur að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að Magnús Karl mun leggja allt sitt af mörkum til að efla HÍ enn frekar að gæðum, vegsauka og virðingu. Ég styð framboð hans af heilum hug. Höfundur er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun