Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 6. mars 2025 15:32 Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun