Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. mars 2025 15:33 Pawel og Friðjón fóru yfir stöðuna í alþjóðamálunum í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Einar Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. „Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan. Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan.
Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01
Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37