Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2025 09:32 Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun