Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 09:01 „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun