Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 09:01 „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun